Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. júní 2021 08:23 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar tilraunir nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að eiga í samskiptum. Kim ávarpaði leiðtoga verkalýðsflokksins á miðstjórnarfundi hans í höfuðborginni Pyongyang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undirbúa sig sérstaklega undir átök til að verja heiður ríkisins og áherslur þess á áframhaldandi framþróun á eigin forsendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu. Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugglega við öllum aðstæðum sem kynnu að koma upp og einbeita sér að því að ná tökum á ástandinu á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni viðurkenndi leiðtoginn það opinberlega að matarskortur væri yfirvofandi í landinu. Samband Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis óþokka í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðarstórri hersýningu örfáum dögum fyrir innsetningu Biden í embætti. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „alvarlega ógn“ við alheimsöryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð viðbrögð frá ríkinu, sem sagði yfirlýsingar Biden gerðar til að viðhalda fjandsamlegri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar tilraunir nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að eiga í samskiptum. Kim ávarpaði leiðtoga verkalýðsflokksins á miðstjórnarfundi hans í höfuðborginni Pyongyang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undirbúa sig sérstaklega undir átök til að verja heiður ríkisins og áherslur þess á áframhaldandi framþróun á eigin forsendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu. Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugglega við öllum aðstæðum sem kynnu að koma upp og einbeita sér að því að ná tökum á ástandinu á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni viðurkenndi leiðtoginn það opinberlega að matarskortur væri yfirvofandi í landinu. Samband Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis óþokka í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðarstórri hersýningu örfáum dögum fyrir innsetningu Biden í embætti. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „alvarlega ógn“ við alheimsöryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð viðbrögð frá ríkinu, sem sagði yfirlýsingar Biden gerðar til að viðhalda fjandsamlegri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50
Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40