Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. júní 2021 08:23 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar tilraunir nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að eiga í samskiptum. Kim ávarpaði leiðtoga verkalýðsflokksins á miðstjórnarfundi hans í höfuðborginni Pyongyang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undirbúa sig sérstaklega undir átök til að verja heiður ríkisins og áherslur þess á áframhaldandi framþróun á eigin forsendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu. Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugglega við öllum aðstæðum sem kynnu að koma upp og einbeita sér að því að ná tökum á ástandinu á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni viðurkenndi leiðtoginn það opinberlega að matarskortur væri yfirvofandi í landinu. Samband Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis óþokka í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðarstórri hersýningu örfáum dögum fyrir innsetningu Biden í embætti. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „alvarlega ógn“ við alheimsöryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð viðbrögð frá ríkinu, sem sagði yfirlýsingar Biden gerðar til að viðhalda fjandsamlegri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar tilraunir nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að eiga í samskiptum. Kim ávarpaði leiðtoga verkalýðsflokksins á miðstjórnarfundi hans í höfuðborginni Pyongyang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undirbúa sig sérstaklega undir átök til að verja heiður ríkisins og áherslur þess á áframhaldandi framþróun á eigin forsendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu. Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugglega við öllum aðstæðum sem kynnu að koma upp og einbeita sér að því að ná tökum á ástandinu á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni viðurkenndi leiðtoginn það opinberlega að matarskortur væri yfirvofandi í landinu. Samband Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis óþokka í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðarstórri hersýningu örfáum dögum fyrir innsetningu Biden í embætti. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „alvarlega ógn“ við alheimsöryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð viðbrögð frá ríkinu, sem sagði yfirlýsingar Biden gerðar til að viðhalda fjandsamlegri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50
Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40