Erlent

Spennan magnast á Gasa eftir loft­á­rásir í nótt

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sprengjunum hefur verið varpað á svæði utan Gasaborgar en hafa þó ekki farið fram hjá neinum á svæðinu.
Sprengjunum hefur verið varpað á svæði utan Gasaborgar en hafa þó ekki farið fram hjá neinum á svæðinu. getty/Christopher Furlong

Ísraels­menn vörpuðu sprengjum á Gasa­svæðið í nótt í annað sinn frá því að vopna­hlés­samningur var gerður í lok síðasta mánaðar eftir ellefu daga hörð átök á svæðinu.

Þetta gerðu þeir einnig síðasta þriðju­dag. Loft­á­rásirnar eru svar Ísraels­manna við svo­kölluðum í­kveikju­sprengjum sem Hamasliðar hafa sent frá Gasa­svæðinu yfir til Ísraels. 

Í­kveikju­blöðrurnar eru þá svar Hamasliða við því þegar öfga­hægri­sinnaður hópur þjóð­ernis­sinnaðra Gyðinga mar­séraði um arabísk hverfi Jerúsalem fyrr í vikunni hrópandi slag­orð eins og „Deyi Arabar“ með leyfi stjórn­valda.

Enginn látist í loft­á­rásunum svo vitað sé, samkvæmt erlendum miðlum.

Sjá einnig: Ísraels­menn varpa aftur sprengjum á Gasa.

Ísraels­her segir að her­þotur hafi sprengt upp her­stöðvar Hamasliða og eld­flauga­palla þeirra. Herinn segist nú vera að búa sig undir fram­hald næstu daga og nefnir þar að hann sé til­búinn að hefja aftur átök að fullu.

Á­tökin í síðasta mánuði stóðu yfir í ellefu daga og létust þá að minnsta kosti 256 Palestínu­­menn og 13 Ísraels­­menn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.