Íslenski boltinn

Fram rúllaði yfir Þrótt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Magnússon skoraði tvö mörk fyir Fram í kvöld.
Guðmundur Magnússon skoraði tvö mörk fyir Fram í kvöld. Fram

Fram valtaði yfir nágranna sína í Þrótti Reykjavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 5-1.

Kyle Douglas McLagan kom heimamönnum í Fram yfir eftir stundarfjórðung. Róbert Hauksson jafnaði metin fyrir Þrótt eftir rúman hálftíma en eftir það kúpluðu þeir sig einfaldlega út.

Þórir Guðjónsson kom Fram í 2-1 tveimur mínútum síðar og Guðmundur Magnússon bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Staðan því 4-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Þórir bætti við öðru marki sínu í síðari hálfleik og fimmta marki Fram. Staðan orðin 5-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Fram er með fullt hús stiga á toppi Lengjudeildarinnar eða 21 stig að loknum sjö umferðum. Þróttur er í 10. sæti með fjögur stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.