Íslenski boltinn

Stjarnan fær annan Dana

Sindri Sverrisson skrifar
Oliver Haurits var kynntur til leiks á samfélagsmiðlum Stjörnunnar í dag.
Oliver Haurits var kynntur til leiks á samfélagsmiðlum Stjörnunnar í dag. Facebook/@fcstjarnan

Danski sóknarmaðurinn Oliver Haurits hefur samið við knattspyrnudeild Stjörnunnar og mun geta spilað með liðinu seinni hluta leiktíðar.

Haurits hefur leikið fyrir Viborg, Silkeborg, Næstved og Skive í næstefstu deild Danmerkur, þar sem hann skoraði fjögur mörk í 24 leikjum í vetur.

Hann er annar Daninn sem Stjarnan tryggir sér á skömmum tíma en á sunnudaginn greindi félagið frá komu hins reynslumikla Casper Sloth, fyrrverandi A-landsliðsmanns Danmerkur.

Stjarnan, sem vann Val 2-1 á laugardag, situr í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sex stig eftir átta leiki. Liðið mætir næst FH annað kvöld í Kaplakrika.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.