Segir ríkið færa Pétri í Eykt fúlgur fjár á silfurfati Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2021 10:44 Ríkiseignir, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Vísir/Vilhelm Ríkiseignir hafa gert leigusamning til þrjátíu ára við Íþöku; um húsnæði sem á að hýsa starfsemi Skattsins og Fjársýslu ríkisins. „Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið?“ spyr Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi sem hann kallar „Ríkið gefur ríkum kalli hús“. Og Gunnar Smári svarar spurningu sinni sjálfur. Það sé ekki hægt því í öllum tilfellum sé hagkvæmara fyrir ríkið að eiga sínar eigin húseignir. Þetta segi sig raunar sjálft. Ríkiseignir, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar, og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Um er að ræða samning til þrjátíu ára með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar. Þessi húsakynni er ætlað að hýsa Skattinn og Fjársýslu ríkisins. Talið er að um sé að ræða einn stærsta húsaleigusamning sem ríkið hefur gert. Íþaka sem leigir skattinum reiknar það út að leigutekjur standi undir öllum framkvæmda- og rekstrarkostnaði við húsið á þessum árum og gott betur; félagið mun fá góðar tekjur af Ríkisskattstjóra á leigutímanum og eiga svo þetta hús skuldlaust við lok þessa samnings. „Þá mun Ríkisskattstjóri annað hvort leigja áfram og gefa Íþöku stórar upphæðir mánaðarlega, fé sem stofnunin þyrfti engum að greiða ef hún hefði byggt sitt eigið hús, eða fara til næsta gæðings stjórnmálanna og gefa þeim nýtt hús með jafn vitlausum samningi,“ segir Gunnar Smári og bendir á að eigandi Íþöku sé Pétur Guðmundsson í Eykt sem rekur fasteignafélög sem hafa skilað 1,5 til 2,5 milljörðum í hagnað á undanförnum árum. „Pétur hagnaðist gríðarlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að leigja af honum í Borgartúni í stað þess að byggja sjálf yfir skrifstofur sínar, sem er alltaf og ætíð skynsamlegra af opinberum aðilum sem eru að leita að framtíðarhúsnæði fyrir stofnanir sínar. Á móti þessari alkunnu skynsemi stillir stjórnmálafólk öfgatrú sinni um að hlutverk stjórnmálanna sé fyrst og síðast að flytja fé úr almannasjóðum til hinna fáu ríku,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Gunnar Smári ræddi þetta tiltekna mál í viðtali í Harmageddon í morgun. (Frá og með að telja 16:30 mín.) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Skattar og tollar Leigumarkaður Tengdar fréttir Ríkið gefur ríkum karli hús Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? 14. júní 2021 10:20 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
„Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið?“ spyr Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi sem hann kallar „Ríkið gefur ríkum kalli hús“. Og Gunnar Smári svarar spurningu sinni sjálfur. Það sé ekki hægt því í öllum tilfellum sé hagkvæmara fyrir ríkið að eiga sínar eigin húseignir. Þetta segi sig raunar sjálft. Ríkiseignir, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar, og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Um er að ræða samning til þrjátíu ára með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar. Þessi húsakynni er ætlað að hýsa Skattinn og Fjársýslu ríkisins. Talið er að um sé að ræða einn stærsta húsaleigusamning sem ríkið hefur gert. Íþaka sem leigir skattinum reiknar það út að leigutekjur standi undir öllum framkvæmda- og rekstrarkostnaði við húsið á þessum árum og gott betur; félagið mun fá góðar tekjur af Ríkisskattstjóra á leigutímanum og eiga svo þetta hús skuldlaust við lok þessa samnings. „Þá mun Ríkisskattstjóri annað hvort leigja áfram og gefa Íþöku stórar upphæðir mánaðarlega, fé sem stofnunin þyrfti engum að greiða ef hún hefði byggt sitt eigið hús, eða fara til næsta gæðings stjórnmálanna og gefa þeim nýtt hús með jafn vitlausum samningi,“ segir Gunnar Smári og bendir á að eigandi Íþöku sé Pétur Guðmundsson í Eykt sem rekur fasteignafélög sem hafa skilað 1,5 til 2,5 milljörðum í hagnað á undanförnum árum. „Pétur hagnaðist gríðarlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að leigja af honum í Borgartúni í stað þess að byggja sjálf yfir skrifstofur sínar, sem er alltaf og ætíð skynsamlegra af opinberum aðilum sem eru að leita að framtíðarhúsnæði fyrir stofnanir sínar. Á móti þessari alkunnu skynsemi stillir stjórnmálafólk öfgatrú sinni um að hlutverk stjórnmálanna sé fyrst og síðast að flytja fé úr almannasjóðum til hinna fáu ríku,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Gunnar Smári ræddi þetta tiltekna mál í viðtali í Harmageddon í morgun. (Frá og með að telja 16:30 mín.)
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Skattar og tollar Leigumarkaður Tengdar fréttir Ríkið gefur ríkum karli hús Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? 14. júní 2021 10:20 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Ríkið gefur ríkum karli hús Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? 14. júní 2021 10:20