Erlent

Wasabi krýndur verðugastur voffa á Westminster-hundasýningunni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Wasabi var útnefndur flottasti hundur sýningarinnar.
Wasabi var útnefndur flottasti hundur sýningarinnar. AP/Kathy Willens

Smáhundurinn Wasabi var krýndur verðugastur allra hunda á Westminster-hundasýningunni í Bandaríkjunum í gær. Um er að ræða virtustu hundasýningu heims og titillinn afar eftirsóttur.

Wasabi er af tegundinni Pekingese en móðir hans var Sushi, nefnd í höfuðið á veitingastað á Mackinac-eyju í Michigan. Wasabi er fjögurra ára og hefur tekið þátt í 96 hundasýningum.

Það má raunar segja að Wasabi sé með blátt blóð í æðum en hann er afkomandi Malachy, sem var valinn „Best in Show“ á Westminster-sýningunni árið 2012.

„Ekki hélt ég að ég gæti orðið tvisvar fyrir eldingu,“ sagði David Fitzpatrick, eigandi bæði Wasabi og Malachy, eftir sigurinn. Fitzpatrick hefur sótt sýninguna frá því hann var drengur og ræktað marga sigurvegara.

Westminster fór að þessu sinni ekki fram í Madison Square Garden heldur á búgarði í Westchester County, sökum kórónuveirufaraldursins. Þá voru engir áhorfendur viðstaddir.

Hér fyrir neðan má finna myndir af öðrum höfðingjum hundasýninganna.

AP/Kathy Willens
AP/Kathy Willens
AP/Kathy Willens
AP/Kathy Willens
AP/Kathy Willens
AP/Kathy Willens
AP/John Minchillo
AP/John Minchillo


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×