Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 8. júní 2021 08:39 Ríkislögreglustjórinn Reece Kershaw og forsætisráðherrann Scott Morrison greina frá aðgerðinni á blaðamannafundi. epa/Dean Lewins Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu. Notkun löggæsluyfirvalda á appinu hefur leitt til handtaka í átján ríkjum. Í Ástralíu hafa 224 verið handteknir og þá hefur lögregla þar í landi gripið til aðgerða í tuttugu tilvikum þar sem rætt var um morð. Forsætisráðherra landsins, Scott Morrisson, segir um að ræða þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi en áströlsk lögreguyfirvöld skipulögðu aðgerðina í samvinnu við FBI. Von er á frekari upplýsingum um málið frá FBI og Europol í dag. Meðal handteknu eru einstaklingar sem eru taldir vera tengdir mafíunni og skipulögðum glæpahópum. Þá hefur einnig verið lagt hald á vopn, eiturlyf og reiðufé þökk sé appinu, sem ber heitið ANOM. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi, sem hafa handtekið 35 í tengslum við aðgerðina, hóf FBI að starfrækja ANOM eftir að hafa lokað tveimur öðrum spjallþjónustum sem glæpamenn nýttu sér. Tækjum með appinu var dreift í „undirheimum“ og fyrst notað af hátt settum einstaklingum áður en aðrir fengu traust á því og fóru að nota það. Ástralski fíkniefnasmyglarinn Hakan Ayik er sagður hafa gengt lykilhlutverki í aðgerðinni, þar sem hann mælti óafvitandi með appinu við félaga sína eftir að hafa fengið síma hjá dulbúnum lögreglumönnum. Að sögn lögreglu var aðeins hægt að nálgast umrædda síma hjá öðrum glæpamönnum og hvorki hægt að nota þá til að hringja eða senda tölvupóst, aðeins nota ANOM. Eftir að símarnir komust í dreifingu gat lögregla fylgst með milljónum skilaboða í rauntíma, þar sem lagt var á ráðin um morð, fíkniefnainnflutning og aðra glæpastarfsemi. Lögregla hefur hvatt Ayik til að gefa sig fram en hans sé leitað í undirheimum. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá BBC. Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Notkun löggæsluyfirvalda á appinu hefur leitt til handtaka í átján ríkjum. Í Ástralíu hafa 224 verið handteknir og þá hefur lögregla þar í landi gripið til aðgerða í tuttugu tilvikum þar sem rætt var um morð. Forsætisráðherra landsins, Scott Morrisson, segir um að ræða þungt högg fyrir skipulagða glæpastarfsemi en áströlsk lögreguyfirvöld skipulögðu aðgerðina í samvinnu við FBI. Von er á frekari upplýsingum um málið frá FBI og Europol í dag. Meðal handteknu eru einstaklingar sem eru taldir vera tengdir mafíunni og skipulögðum glæpahópum. Þá hefur einnig verið lagt hald á vopn, eiturlyf og reiðufé þökk sé appinu, sem ber heitið ANOM. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á Nýja-Sjálandi, sem hafa handtekið 35 í tengslum við aðgerðina, hóf FBI að starfrækja ANOM eftir að hafa lokað tveimur öðrum spjallþjónustum sem glæpamenn nýttu sér. Tækjum með appinu var dreift í „undirheimum“ og fyrst notað af hátt settum einstaklingum áður en aðrir fengu traust á því og fóru að nota það. Ástralski fíkniefnasmyglarinn Hakan Ayik er sagður hafa gengt lykilhlutverki í aðgerðinni, þar sem hann mælti óafvitandi með appinu við félaga sína eftir að hafa fengið síma hjá dulbúnum lögreglumönnum. Að sögn lögreglu var aðeins hægt að nálgast umrædda síma hjá öðrum glæpamönnum og hvorki hægt að nota þá til að hringja eða senda tölvupóst, aðeins nota ANOM. Eftir að símarnir komust í dreifingu gat lögregla fylgst með milljónum skilaboða í rauntíma, þar sem lagt var á ráðin um morð, fíkniefnainnflutning og aðra glæpastarfsemi. Lögregla hefur hvatt Ayik til að gefa sig fram en hans sé leitað í undirheimum. Ítarlega frétt um málið er að finna hjá BBC.
Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira