Íslenski boltinn

Aron Einar í stjórn Leik­manna­sam­takanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðasta áratuginn.
Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins síðasta áratuginn. @footballiceland

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða A-landsliðs karla í knattspyrnu, fetaði í dag í fótspor Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, fyrirliða A-landsliðs kvenna, er hann var tilkynntur sem nýr stjórnarmeðlimur Leikmannasamtaka Íslands.

Þann 2. júní síðastliðinn var ársþing Leikmannasamtaka Íslands haldið í Bragganum við Nauthólsvík. Arnar Sveinn Geirsson, forseti samtakanna, og Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri, héldu stutta tölu áður en ársreikningar samtakanna voru samþykktir sem og ný lög.

Að lokum var kynnt til leiks ný stjórn LSÍ sem mun standa næstu tvö ár. Stjórnin er að mestu óbreytt fyrir utan þá staðreynd að Aron Einar kemur inn sem stjórnarmaður.

Alls eru því sex stjórnarmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Grímur Óli Geirsson, Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, Pálmi Rafn Pálmason og Sara Björk Gunnarsdóttir. Þá er Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir stjórnarformaður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.