Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 14:24 Ali Khamenei, æðstiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, skipaði varðamannaráðinu að fara aftur yfir frambjóðendur sem það hafnaði. Vísir/EPA Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. Svonefnt varðmannaráð sem metur hvort að frambjóðendur séu nægilega hollir írönsku byltingunni bannaði Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Ali Larijani, fyrrverandi þingforseta, að bjóða sig fram í síðustu viku. Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Íran, skipaði helming fulltrúa í ráðinu. Eftir stóð Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar sem er talinn forsetaefni Khamenei auk nokkurra annarra harðlínumanna á bandi leiðtogans og léttvigtarmanna. Virtist leiðin því hafa verið rudd til að Raisi ynni auðveldan sigur. Hassan Rouhani, forseti, skrifaði Khamenei bréf til að mótmæla ákvörðuninni um að vísa frambjóðendum sem gætu ógnað Raisi frá. Rouhani er sjálfur ekki kjörgengur vegna ákvæða í stjórnarskrá um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Reuters-fréttastofan segir að varðamannaráðið hafi gefið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kom fram að það ætlaði sér að fara aftur yfir þá frambjóðendur sem það taldi ekki hæfa til að bjóða sig fram. Khamenei hafi hlutast til um það og ákvarðanir hans væru endanlegar. „Varðmannaráðið mun brátt kynna álit sitt og viðurkenna að það er ekki óskeikult,“ sagði talsmaður ráðsins. Kosningarnar fara fram 18. júní en kannanir benda til þess að kjörsókn verði dræm. Margir kjósendur eru sagðir áhugalausir þar sem að úrslit kosninganna virðist ráðin fyrir fram. Íran Tengdar fréttir Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Svonefnt varðmannaráð sem metur hvort að frambjóðendur séu nægilega hollir írönsku byltingunni bannaði Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Ali Larijani, fyrrverandi þingforseta, að bjóða sig fram í síðustu viku. Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Íran, skipaði helming fulltrúa í ráðinu. Eftir stóð Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar sem er talinn forsetaefni Khamenei auk nokkurra annarra harðlínumanna á bandi leiðtogans og léttvigtarmanna. Virtist leiðin því hafa verið rudd til að Raisi ynni auðveldan sigur. Hassan Rouhani, forseti, skrifaði Khamenei bréf til að mótmæla ákvörðuninni um að vísa frambjóðendum sem gætu ógnað Raisi frá. Rouhani er sjálfur ekki kjörgengur vegna ákvæða í stjórnarskrá um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Reuters-fréttastofan segir að varðamannaráðið hafi gefið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kom fram að það ætlaði sér að fara aftur yfir þá frambjóðendur sem það taldi ekki hæfa til að bjóða sig fram. Khamenei hafi hlutast til um það og ákvarðanir hans væru endanlegar. „Varðmannaráðið mun brátt kynna álit sitt og viðurkenna að það er ekki óskeikult,“ sagði talsmaður ráðsins. Kosningarnar fara fram 18. júní en kannanir benda til þess að kjörsókn verði dræm. Margir kjósendur eru sagðir áhugalausir þar sem að úrslit kosninganna virðist ráðin fyrir fram.
Íran Tengdar fréttir Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18