Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 11:18 Ahmadinejad þegar hann skráði framboð sitt í dag. Hæfnisnefnd stjórnvalda hafnaði framboði hans árið 2017. Vísir/EPA Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu litlar mætur á Ahmadinejad þegar hann var forseti Írans frá 2005 til 2013 vegna harðlínustefnu hans og afneitun á helför nasista gegn gyðingum. Hann var ekki kjörgengur árið 2013 en þá vann Hassan Rouhani, núverandi forseti, afgerandi sigur. Hann hefur þótt tilheyra hófsamari væng íranskra stjórnmála. Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar rennur út á laugardag. Þá fer tólf manna nefnd, svonefnt varðmannaráð, yfir frambjóðendur og pólitíska og trúarlega hæfni þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex fulltrúar í ráðinu eru skipaðir af Ali Khamenei, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Khamenei studdi Ahmadinejad á sínum tíma, þar á meðal eftir að endurkjör þáverandi forsetans urðu kveikjan að hörðum mótmælum í landinu árið 2009. Öryggissveitir klerkastjórnarinnar börðu mótmælin niður af mikilli hörku. Í kekki kastaðist á milli Ahmadinejad og Khamenei eftir að sá fyrrnefndi hóf að tala fyrir því að vald klerksins yrði takmarkað. Varðmannaráðið taldi Ahmadinejad ekki hæfan til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2017. Undanfarin ár hefur Ahmadinejad talað fyrir umbótum á íranskri stjórnskipun, þar á meðal á völdum æðsta leiðtogans. Hann er sagður sækja stuðning sinn til fátækra og verkamannastéttar sem hefur átt erfitt uppdráttar í efnahagsþrengingum sem eru meðal annars tilkomnar vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Rouhani forseti er ekki kjörgengur í kosningum vegna takmarkana í stjórnarskrá á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Harðlínumenn eru taldir fylkja sér að baki Ebrahim Raisi, þekkts klerks og forseta hæstaréttar landsins, bjóði hann sig fram. Aðrir möguleikir frambjóðendur harðlínumanna drægu sig þá í hlé til þess að dreifa ekki atkvæðum þeirra. Íran Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu litlar mætur á Ahmadinejad þegar hann var forseti Írans frá 2005 til 2013 vegna harðlínustefnu hans og afneitun á helför nasista gegn gyðingum. Hann var ekki kjörgengur árið 2013 en þá vann Hassan Rouhani, núverandi forseti, afgerandi sigur. Hann hefur þótt tilheyra hófsamari væng íranskra stjórnmála. Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar rennur út á laugardag. Þá fer tólf manna nefnd, svonefnt varðmannaráð, yfir frambjóðendur og pólitíska og trúarlega hæfni þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex fulltrúar í ráðinu eru skipaðir af Ali Khamenei, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Khamenei studdi Ahmadinejad á sínum tíma, þar á meðal eftir að endurkjör þáverandi forsetans urðu kveikjan að hörðum mótmælum í landinu árið 2009. Öryggissveitir klerkastjórnarinnar börðu mótmælin niður af mikilli hörku. Í kekki kastaðist á milli Ahmadinejad og Khamenei eftir að sá fyrrnefndi hóf að tala fyrir því að vald klerksins yrði takmarkað. Varðmannaráðið taldi Ahmadinejad ekki hæfan til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2017. Undanfarin ár hefur Ahmadinejad talað fyrir umbótum á íranskri stjórnskipun, þar á meðal á völdum æðsta leiðtogans. Hann er sagður sækja stuðning sinn til fátækra og verkamannastéttar sem hefur átt erfitt uppdráttar í efnahagsþrengingum sem eru meðal annars tilkomnar vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Rouhani forseti er ekki kjörgengur í kosningum vegna takmarkana í stjórnarskrá á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Harðlínumenn eru taldir fylkja sér að baki Ebrahim Raisi, þekkts klerks og forseta hæstaréttar landsins, bjóði hann sig fram. Aðrir möguleikir frambjóðendur harðlínumanna drægu sig þá í hlé til þess að dreifa ekki atkvæðum þeirra.
Íran Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira