Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 11:18 Ahmadinejad þegar hann skráði framboð sitt í dag. Hæfnisnefnd stjórnvalda hafnaði framboði hans árið 2017. Vísir/EPA Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu litlar mætur á Ahmadinejad þegar hann var forseti Írans frá 2005 til 2013 vegna harðlínustefnu hans og afneitun á helför nasista gegn gyðingum. Hann var ekki kjörgengur árið 2013 en þá vann Hassan Rouhani, núverandi forseti, afgerandi sigur. Hann hefur þótt tilheyra hófsamari væng íranskra stjórnmála. Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar rennur út á laugardag. Þá fer tólf manna nefnd, svonefnt varðmannaráð, yfir frambjóðendur og pólitíska og trúarlega hæfni þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex fulltrúar í ráðinu eru skipaðir af Ali Khamenei, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Khamenei studdi Ahmadinejad á sínum tíma, þar á meðal eftir að endurkjör þáverandi forsetans urðu kveikjan að hörðum mótmælum í landinu árið 2009. Öryggissveitir klerkastjórnarinnar börðu mótmælin niður af mikilli hörku. Í kekki kastaðist á milli Ahmadinejad og Khamenei eftir að sá fyrrnefndi hóf að tala fyrir því að vald klerksins yrði takmarkað. Varðmannaráðið taldi Ahmadinejad ekki hæfan til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2017. Undanfarin ár hefur Ahmadinejad talað fyrir umbótum á íranskri stjórnskipun, þar á meðal á völdum æðsta leiðtogans. Hann er sagður sækja stuðning sinn til fátækra og verkamannastéttar sem hefur átt erfitt uppdráttar í efnahagsþrengingum sem eru meðal annars tilkomnar vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Rouhani forseti er ekki kjörgengur í kosningum vegna takmarkana í stjórnarskrá á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Harðlínumenn eru taldir fylkja sér að baki Ebrahim Raisi, þekkts klerks og forseta hæstaréttar landsins, bjóði hann sig fram. Aðrir möguleikir frambjóðendur harðlínumanna drægu sig þá í hlé til þess að dreifa ekki atkvæðum þeirra. Íran Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Leiðtogar vestrænna ríkja höfðu litlar mætur á Ahmadinejad þegar hann var forseti Írans frá 2005 til 2013 vegna harðlínustefnu hans og afneitun á helför nasista gegn gyðingum. Hann var ekki kjörgengur árið 2013 en þá vann Hassan Rouhani, núverandi forseti, afgerandi sigur. Hann hefur þótt tilheyra hófsamari væng íranskra stjórnmála. Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar rennur út á laugardag. Þá fer tólf manna nefnd, svonefnt varðmannaráð, yfir frambjóðendur og pólitíska og trúarlega hæfni þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sex fulltrúar í ráðinu eru skipaðir af Ali Khamenei, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Khamenei studdi Ahmadinejad á sínum tíma, þar á meðal eftir að endurkjör þáverandi forsetans urðu kveikjan að hörðum mótmælum í landinu árið 2009. Öryggissveitir klerkastjórnarinnar börðu mótmælin niður af mikilli hörku. Í kekki kastaðist á milli Ahmadinejad og Khamenei eftir að sá fyrrnefndi hóf að tala fyrir því að vald klerksins yrði takmarkað. Varðmannaráðið taldi Ahmadinejad ekki hæfan til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2017. Undanfarin ár hefur Ahmadinejad talað fyrir umbótum á íranskri stjórnskipun, þar á meðal á völdum æðsta leiðtogans. Hann er sagður sækja stuðning sinn til fátækra og verkamannastéttar sem hefur átt erfitt uppdráttar í efnahagsþrengingum sem eru meðal annars tilkomnar vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Rouhani forseti er ekki kjörgengur í kosningum vegna takmarkana í stjórnarskrá á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Harðlínumenn eru taldir fylkja sér að baki Ebrahim Raisi, þekkts klerks og forseta hæstaréttar landsins, bjóði hann sig fram. Aðrir möguleikir frambjóðendur harðlínumanna drægu sig þá í hlé til þess að dreifa ekki atkvæðum þeirra.
Íran Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira