Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 21:21 Yair Lapid, leiðtogi Yesh Atid, mun leiða ríkisstjórn Ísraels ásamt Naftali Bennett, formanni Yamina flokksins. Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, tilkynnti fyrir stuttu að átta flokkar muni mynda saman stjórn. Stjórnarfyrirkomulaginu verður þannig háttað að flokkarnir munu skiptast á að stjórna embættum og mun Naftali Bennett, formaður Yamina flokksins, verða fyrsti forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar áður en Lapid tekur við embættinu seinna á kjörtímabilinu. Áður en ríkisstjórnin tekur til starfa þarf ísraelska þingið að samþykkja hana með atkvæðagreiðslu. Lapid segir í yfirlýsingu að hann hafi tilkynnt Reuven Rivlin, forseta Ísraels, um stjórnarmyndunina. „Ég heiti því að þessi ríkisstjórn mun starfa í þágu ísraelskra borgara, þeirra sem kusu okkur og þeirra sem kusu okkur ekki.“ Hann hét því jafnframt að meirihlutinn muni bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni og gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að sameina alla hluta ísraelsks samfélags. Lapid og Bennett munu fara fyrir ríkisstjórninni og mun Lapid taka við embætti forsætisráðherra þann 27. ágúst 2023. Rivlin forseti hefur boðað þingfund og mun þingið koma saman eins fljótt og auðið er til þess að greiða atkvæði um ríkisstjórnina. Þeir flokkar sem eru í samsteypustjórninni eru eftirfarandi: Yesh Atid, Kahol Lavan, Israel Beiteinu, Labor, Yamina, New Hope, Meretz og Ra‘am. Mistakist flokkunum að hljóta kjör þingsins til að starfa sem ríkisstjórn mun þurfa að boða til fimmtu þingkosninganna á tveimur árum. Ísrael Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, tilkynnti fyrir stuttu að átta flokkar muni mynda saman stjórn. Stjórnarfyrirkomulaginu verður þannig háttað að flokkarnir munu skiptast á að stjórna embættum og mun Naftali Bennett, formaður Yamina flokksins, verða fyrsti forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar áður en Lapid tekur við embættinu seinna á kjörtímabilinu. Áður en ríkisstjórnin tekur til starfa þarf ísraelska þingið að samþykkja hana með atkvæðagreiðslu. Lapid segir í yfirlýsingu að hann hafi tilkynnt Reuven Rivlin, forseta Ísraels, um stjórnarmyndunina. „Ég heiti því að þessi ríkisstjórn mun starfa í þágu ísraelskra borgara, þeirra sem kusu okkur og þeirra sem kusu okkur ekki.“ Hann hét því jafnframt að meirihlutinn muni bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni og gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að sameina alla hluta ísraelsks samfélags. Lapid og Bennett munu fara fyrir ríkisstjórninni og mun Lapid taka við embætti forsætisráðherra þann 27. ágúst 2023. Rivlin forseti hefur boðað þingfund og mun þingið koma saman eins fljótt og auðið er til þess að greiða atkvæði um ríkisstjórnina. Þeir flokkar sem eru í samsteypustjórninni eru eftirfarandi: Yesh Atid, Kahol Lavan, Israel Beiteinu, Labor, Yamina, New Hope, Meretz og Ra‘am. Mistakist flokkunum að hljóta kjör þingsins til að starfa sem ríkisstjórn mun þurfa að boða til fimmtu þingkosninganna á tveimur árum.
Ísrael Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15
Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08
Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“