Erlent

Gæti séð fyrir endann á stjórnar­tíð Netanja­hús

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. EPA/DEBBIE HILL

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið.

Svo virðist sem Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, sé á lokametrunum í ríkisstjórnarviðræðum við Naftali Bennett, leiðtoga hægriflokksins Nýja hægrið.

Netanjahú, sem er sá forsætisráðherra Ísraels sem lengst hefur gengt embættinu, tókst ekki að tryggja flokki sínum, Likud, hreinan meirihluta í þingkosningunum í mars. Kosningarnar voru þær fjórðu á tveimur árum.

Sérfræðingur BBC í málefnum Mið-Austurlanda telur líklegt að Lapid takist að mynda ríkisstjórn innan skamms.

Netanjahú hefur verið forsætisráðherra í tólf ár og hefur verið áhrifamaður í ísraelskum stjórnmálum í áratugi. Forseti landsins veitti Netanjahú umboð til ríkisstjórnarmyndunar strax eftir kosningar, sem honum tókst ekki.

Yesh Atid flokkurinn var annar stærsti flokkurinn í kosningunum, á eftir Likud, og veittist leiðtoga hans því umboð til stjórnarmyndunar næst á eftir Netanjahú. Talið er líklegt að úrslit núverandi viðræðna ráðist á því hvort Bennett, sem er fyrrverandi varnarmálaráðherra, samþykki að báðir flokkar fái ráðherra í ríkisstjórn.


Tengdar fréttir

Netanja­hú missir um­boð til stjórnar­myndunar

Yair Lapid, leiðtogi ísraelska miðjuflokksins Yesh Atid, hefur fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Forseti Ísraels veitti honum umboðið í dag eftir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tókst ekki að mynda ríkisstjórn fjórum vikum eftir þingkosningar í landinu.

Netanjahú falið að mynda nýja stjórn

Reuven Rivlin Ísraelsforseti hefur veitt Benjamín Netanjahú, starfandi forsætisráðherra landsins, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn.

Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum

Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.