Erlent

Stjórnar­and­stöðu­leið­togar í kapp­hlaupi við tímann

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Yair Lapid (t.v.), formaður Yesh Atid flokksins, og Naftali Bennett, formaður Yamina, keppast nú við að komast að samkomulagi um að mynda nýja ríkisstjórn. 
Yair Lapid (t.v.), formaður Yesh Atid flokksins, og Naftali Bennett, formaður Yamina, keppast nú við að komast að samkomulagi um að mynda nýja ríkisstjórn.  Getty/Uriel Sinai

Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins.

Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, hefur haft þrjár vikur til þess að tryggja ríkisstjórnarsamstarf og virðist hann á lokametrunum í samningaviðræðum við Natfali Bennett, formann þjóðernisflokkinn Yamina.

Frestur Lapids til ríkisstjórnarmyndunar rennur út á miðnætti að staðartíma, eða klukkan níu á íslenskum tíma, í kvöld. Talið er að Bennett verði næsti forsætisráðherra, takist þeim að komast að samkomulagi í kvöld.

Þó svo að flokkarnir tveir komist að samkomulagi og myndi nýja ríkisstjórn er ekki víst að hún fái að starfa sem slík. Likud flokkur Netanjahús hefur keppst við að reyna að sannfæra meðlimi annarra hægri flokka, sem óvíst er hvort styðji ríkisstjórnarsamstarfið, til að gera það ekki.

Til þess að taka til starfa þarf þingið að samþykkja ríkisstjórnina, eða að minnsta kosti meirihluti þeirra 120 þingmanna sem sitja á þinginu. Samþykki þingið ekki nýja ríkisstjórn mun þurfa að blása til fimmtu þingkosninganna á tveimur árum.


Tengdar fréttir

Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels

Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz.

Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnar­sam­starf í Ísrael

Stjórnar­tíð Benja­míns Netanja­hús, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist á enda komin en er­lendir miðlar greina nú frá því að leið­togi hægri þjóð­ernis­flokksins hafi gengið að til­lögum miðju­flokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkis­stjórnar.

Gæti séð fyrir endann á stjórnar­tíð Netanja­hús

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.