Erlent

Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Herzog mun hafa takmörkuð völd sem forseti, þar sem embættið er að mestu táknrænt.
Herzog mun hafa takmörkuð völd sem forseti, þar sem embættið er að mestu táknrænt. Getty/SOPA Images

Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz.

Herzog er 60 ára gamall og tilheyrir þekktri fjölskyldu. Faðir hans, Chaim Herzog, var forseti Ísraels á árunum 1983 til 1993 og frændi hans, Abba Eban, var fyrsti utanríkisráðherra Ísraels. Þá var afi Herzog fyrsti æðsti rabbíni landsins.

Herzog var formaður Verkalýðsflokks Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 

Í þingkosningunum árið 2015 bauð hann sig fram gegn forsætisráðherranum, Benjamin Netanjahú, sem hafði betur. Herzog hætti á þingi fyrir þremur árum og hefur síðan þá leitt góðgerðasamtök gyðinga sem vinna náið með ríkisstjórninni að því að efla innflytjendamál í landinu.

Eitt af verkefnum Herzog verður að fá leiðtoga stjórnmálaflokkanna til þess að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar. En haldnar hafa verið fjórar þingkosningar á síðustu tveimur árum vegna langvarandi stjórnmálakreppu í landinu.

Herzog mun einnig hafa náðunarvald, sem gæti sett hann í viðkvæma stöðu þar sem forsætisráðherrann sjálfur, Netanjahú, hefur verið ákærður fyrir spillingu.

Herzog tekur við embættinu þann 9. júlí og situr þá í sjö ár.


Tengdar fréttir

Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnar­sam­starf í Ísrael

Stjórnar­tíð Benja­míns Netanja­hús, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist á enda komin en er­lendir miðlar greina nú frá því að leið­togi hægri þjóð­ernis­flokksins hafi gengið að til­lögum miðju­flokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkis­stjórnar.

Gæti séð fyrir endann á stjórnar­tíð Netanja­hús

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×