Erlent

Enginn dó á Bretlandi í fyrsta sinn frá mars í fyrra

Samúel Karl Ólason skrifar
Bretar í röð eftir bólusetningu.
Bretar í röð eftir bólusetningu. EPA/ANDY RAIN

Enginn dó Bretlandi vegna Covid-19 í gær, samkvæmt opinberum tölum dagsins. Það er í fyrsta sinn frá 7. mars í fyrra, áður en gripið var til fyrsta samkomubannsins á Bretlandi. Heilbrigðisráðherra Bretlands varar íbúa þó við því að baráttunni sé ekki lokið enn.

Nýjustu opinberu tölur Bretlandseyja segja 3.165 fimm hafa greinst smitaða á milli daga.

Samkvæmt frétt Sky News koma tölur dagsins í kjölfar langrar helgi og geta bæði tilkynnt tilfelli og dauðsföll verið lægri samkvæmt opinberum tölum en í rauninni.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, birti tíst í dag þar sem hann sagði þjóðina alla fagna því að enginn hefði dáið í gær. Bóluefnin væru greinilega að virka og vernda fólk. Hann sagði að þrátt fyrir það væri ljóst baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, væri ekki lokið.

Tilfellum færi fjölgandi og hvatti Hancock fólk til að sinna persónulegum sóttvörnum áfram og láta bólusetja sig.

Þann 10. maí síðastliðinn voru engin dauðsföll tilkynnt í Englandi, Skotlandi og Norður-Írlandi. Þá dóu þó fjórir í Wales.

Í heildina hafa alls 4.490.438 smitast af Covid-19 á Bretlandi, samkvæmt Sky, og 127.782 hafa dáið. Búið er að fullbólusetja tæplega 26 milljónir íbúa Bretlands.


Tengdar fréttir

Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug

Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson.

Segist hafa heyrt Boris tala um að leyfa líkum að hrannast upp

Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, segist hafa heyrt forsætisráðherrann segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp á Bretlandi, frekar en að herða sóttvarnaaðgerðir. Sjálfur hefur Johnson neitað því að hafa látið þessi orð frá sér.

Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur.

Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland

Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×