Erlent

Segir Boris hafa viljað láta smita sig í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/NEIL HALL

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, taldi Covid-19 vera litla ógn í upphafi faraldursins. Johnson er sagður hafa viljað vera smitaður vísvitandi af Covid-19 í beinni útsendingu, til að sýna að sjúkdómurinn væri ekki hættulegur.

Þetta staðhæfði Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnson, á þingi í morgun, þar sem hann hefur verið að svara spurningum þingmanna í morgun.

Cummings sagði ríkisstjórn Johnsons hafa brugðist Bretum og bað hann ættingja þeirra sem dóu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, afsökunar, samkvæmt frétt Sky News.

Heilt yfir hafa tæplega 4,5 milljónir manna smitast af Covid-19 á Bretlandi og þar af hafa minnst 128 þúsund dáið.

Cummings hélt því einnig fram að Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, hefði átt að vera rekinn margsinnis. Þar á meðal fyrir að ljúga að almenningi. Cummings sagðist eiga sannanir fyrir því að Hancock hefði logið.

Meðal annars hefði hann logið um birgðir hins opinbera á verndarbúnaði eins og grímum. Hancock hefði sagt birgðastöðuna góða, þegar hann vissi af skorti á sjúkrahúsum víðsvegar um landið. Þar að auki hefði hann sagt ósatt um að allir sem vildu fengju rétta meðferð. Skömmu áður hefði ráðherrum verið sagt að svo væri ekki.


Tengdar fréttir

Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland

Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×