Erlent

Telja sig geta „endurforritað“ bóluefnin til að koma í veg fyrir blóðtappa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Aukaverkunarinnar hefur ekki orðið vart hjá þeim sem fengið hafa bóluefnin frá Pfizer og Moderna en þau eru af öðrum toga en bóluefnin frá AstraZeneca og Johnson & Johnson.
Aukaverkunarinnar hefur ekki orðið vart hjá þeim sem fengið hafa bóluefnin frá Pfizer og Moderna en þau eru af öðrum toga en bóluefnin frá AstraZeneca og Johnson & Johnson.

Hópur þýskra vísindamanna telur sig hafa komist að því hvers vegna sumir sem eru bólusettir með bóluefnunum frá AstraZeneca og Johnson & Johnson fá alvarlega blóðtappa. Þeir segja að hægt sé að endurhanna bóluefnin til að komast hjá vandamálinu.

Rolf Marschalek, prófessor við Goethe-háskólann í Frankfurt segir vandmálið flensuvírusinn sem notaður er til að flytja bindiprótín kórónuveirunnar í frumur líkamans og vekja ónæmisviðbragð.

Samkvæmt kenningu Marschalek og félaga má rekja hina alvarlegu aukaverkun til þess þegar bindiprótínið brotar sundur í kjarna frumanna. Brotin skili sér út í líkamann og verði þess valdandi, í örfáum tilvikum, að fólk fær blóðtappa.

Marschalek sagðist í samtali við Financial Times þegar vera kominn í samband við Johnson & Johnson um endurhönnun bóluefnisins en hann segir að með því að „endurforrita“ bindiprótínið megi koma í veg fyrir að það sundrist í frumukjarnanum.

Samkvæmt Guardian hafa rannsóknir teymisins ekki verið ritrýndar og þá hafa aðrir vísindamenn aðrar kenningar um það af hverju sumir fá alvarlega blóðtappa en aðrir ekki.

Aukaverkunin er afar fátíð en 309 tilvik hafa verið tilkynnt í Bretlandi, þar sem 33 milljónir hafa verið bólusettar með bóluefninu frá AstraZeneca.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.