Erlent

Dauðsföll af völdum Covid-19 tvöfalt fleiri en áður var talið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sums staðar í Perú hefur verið brugðið á það ráð að senda teymi heilbrigðisstarfsmanna inn í ákveðin hverfi til að freista þess að bólusetja sem flesta.
Sums staðar í Perú hefur verið brugðið á það ráð að senda teymi heilbrigðisstarfsmanna inn í ákveðin hverfi til að freista þess að bólusetja sem flesta. epa/Paolo Aguilar

Dauðsföll í Perú af völdum kórónuveirunnar eru meira en tvöfalt fleiri en áður var talið.

Þetta kom í ljós eftir rannsókn yfirvalda á raunverulegum áhrifum faraldursins í landinu öllu. 

Nú er svo komið að Perú er í fyrsta sæti yfir fjölda dauðsfalla miðað við höfðatölu að mati Johns Hopkins háskólans. Fjöldi dauðsfalla stendur nú í 180 þúsund manns, en var áður en rannsóknin var gerð talinn vera rúmlega 69 þúsund. 

Forsætisráðherra landsins, Violeta Bermudez, tilkynnti um breytinguna sem hún sagði hafa verið gerða eftir nána yfirferð innlendra- og erlendra sérfræðinga. 

Áður var Ungverjaland í fyrsta sæti yfir fjölda dauðsfalla miðað við höfðatölu en nú er staðan þannig að í Perú hafa rúmlega 500 af hverjum hundrað þúsund Perúbúum dáið í faraldrinum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.