„Í flest öllum leikjum hefði mark Leiknis ekki fengið að standa“ Andri Már Eggertsson skrifar 30. maí 2021 21:40 Brynjar Björn var kátur með sigurinn Vísir/Bára HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir mætti í Kórinn. Góður kafli HK í fyrri hálfleik skilaði þeim tveimur mörkum sem á endanum dugði í 2-1 sigri. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var afar sáttur með sigurinn í leikslok. „Það var mikilvægt að fara inn í landsleikja pásuna með sigur í farteskinu. Við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en fórum að sama skapi með 2-0 inn í hálfleikinn sem er hættuleg staða,“ sagði Brynjar Björn. Leiknir byrjaði leikinn betur en HK og voru með yfirburði á vellinum alveg þar til tæplega 15 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar gerði HK tvö mörk og fengu vítaspyrnu. „Leiknir byrjaði með að stjórna umferðinni út á vellinum. Síðan fengum við mörg góð færi þar sem við hefðum getað klárað leikinn endanlega en fórum þó langt með það með þessum tveimur mörkum.“ Mark Leiknis var afar umdeilt. Brynjar Hlöðversson fór af miklum krafti í Arnar Freyr Ólafsson, markmann HK, sem féll við og úr því skoraði Leiknir. „Í öllum leikjum fyrir þennan leik hefur verið dæmt sóknarbrot á svona atvik. Á óskiljanlegum ástæðum var ekkert dæmt sem við vorum ósáttir með.“ Brynjar Björn var ánægður með karakterinn í sínu liði þar sem þeir lögðu mikið á sig að halda leikinn út sem á endanum varð til þess að HK fékk ekki á sig jöfnunarmark. „Við þurftum að krafa djúpt inn í sálina til að sjá til þess að Leiknir myndi ekki koma að jöfnunarmarki. Við erum búnir að fá nokkur högg það sem af er móti,“ sagði Brynjar. „Við vorum bara klókir í lokinn að sækja stigin þrjú, við náðum að halda boltanum aðeins upp á vellinum og var karakter hjá liðinu að klára þetta þegar þeir herjuðu á okkur.“ HK hefur nú safnað sex stigum eftir sjö fyrstu leiki tímabilsins sem er stigi meira en þeir hafa gert á sama tíma síðustu tvö tímabil. „Það er framför, það má ekki vanmeta stigin. Staðan er betri núna með sigri. Það hefði verið brekka að fara inn í landsleikjapásuna með þrjú stig,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. HK Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Það var mikilvægt að fara inn í landsleikja pásuna með sigur í farteskinu. Við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en fórum að sama skapi með 2-0 inn í hálfleikinn sem er hættuleg staða,“ sagði Brynjar Björn. Leiknir byrjaði leikinn betur en HK og voru með yfirburði á vellinum alveg þar til tæplega 15 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar gerði HK tvö mörk og fengu vítaspyrnu. „Leiknir byrjaði með að stjórna umferðinni út á vellinum. Síðan fengum við mörg góð færi þar sem við hefðum getað klárað leikinn endanlega en fórum þó langt með það með þessum tveimur mörkum.“ Mark Leiknis var afar umdeilt. Brynjar Hlöðversson fór af miklum krafti í Arnar Freyr Ólafsson, markmann HK, sem féll við og úr því skoraði Leiknir. „Í öllum leikjum fyrir þennan leik hefur verið dæmt sóknarbrot á svona atvik. Á óskiljanlegum ástæðum var ekkert dæmt sem við vorum ósáttir með.“ Brynjar Björn var ánægður með karakterinn í sínu liði þar sem þeir lögðu mikið á sig að halda leikinn út sem á endanum varð til þess að HK fékk ekki á sig jöfnunarmark. „Við þurftum að krafa djúpt inn í sálina til að sjá til þess að Leiknir myndi ekki koma að jöfnunarmarki. Við erum búnir að fá nokkur högg það sem af er móti,“ sagði Brynjar. „Við vorum bara klókir í lokinn að sækja stigin þrjú, við náðum að halda boltanum aðeins upp á vellinum og var karakter hjá liðinu að klára þetta þegar þeir herjuðu á okkur.“ HK hefur nú safnað sex stigum eftir sjö fyrstu leiki tímabilsins sem er stigi meira en þeir hafa gert á sama tíma síðustu tvö tímabil. „Það er framför, það má ekki vanmeta stigin. Staðan er betri núna með sigri. Það hefði verið brekka að fara inn í landsleikjapásuna með þrjú stig,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HK Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20