Sjáðu markasúpuna á Hlíðarenda og dramatíkina á Króknum og í Keflavík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2021 15:38 Blikar fagna einu sjö marka sinna á Hlíðarenda í gær. vísir/elín björg Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu af mörkunum sextán komu í stórleik Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Þar unnu Íslandsmeistarar Blika ótrúlegan sigur. Valskonur komust yfir á 6. mínútu en Blikar skoruðu næstu sjö mörk leiksins. Heimakonur skoruðu svo síðustu tvö mörk leiksins. Tiffany McCarty skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og þær Kristín Dís Árnadóttir, Taylor Ziemer, Agla María Albertsdóttir og Karitas Tómasdóttir sitt markið hvor. Þá gerði Mary Alice Vignola sjálfsmark. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu fyrir Val. Klippa: Valur 3-7 Breiðablik Sandra Nabweteme var hetja Þórs/KA gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Hún kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og tveimur mínútum síðar jafnaði hún fyrir Akureyringa. Sandra skoraði svo sigurmark liðsins þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Murielle Tiernan skoraði mark Tindastóls en það var hennar fyrsta á tímabilinu. Tindastóll er með fjögur stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Þór/KA sem er í 6. sætinu. Stólarnir eiga þó leik til góða. Mikil dramatík var einnig í leik Keflavíkur og ÍBV suður með sjó. Delaney Pridham kom Eyjakonum yfir á 17. mínútu með sínu fimmta marki í sumar en Aeriel Chavarin jafnaði á 36. mínútu. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Antoinette Williams sigurmark ÍBV sem er í 5. sæti deildarinnar. Keflavík er í níunda og næstneðsta sætinu. Klippa: Tindastóll 1-2 og Þór/KA og Keflavík 1-2 ÍBV Þá tapaði Selfoss sínum fyrstu stigum á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli. Selfyssingar voru manni færri frá 37. mínútu þegar markvörðurinn Guðný Geirsdóttir fékk rautt spjald. Þrátt fyrir jafnteflið í gær er Selfoss enn á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Breiðabliki og þremur stigum á undan Val. Fylkir er hins vegar enn á botni deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Valskonur komust yfir á 6. mínútu en Blikar skoruðu næstu sjö mörk leiksins. Heimakonur skoruðu svo síðustu tvö mörk leiksins. Tiffany McCarty skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og þær Kristín Dís Árnadóttir, Taylor Ziemer, Agla María Albertsdóttir og Karitas Tómasdóttir sitt markið hvor. Þá gerði Mary Alice Vignola sjálfsmark. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu fyrir Val. Klippa: Valur 3-7 Breiðablik Sandra Nabweteme var hetja Þórs/KA gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Hún kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og tveimur mínútum síðar jafnaði hún fyrir Akureyringa. Sandra skoraði svo sigurmark liðsins þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Murielle Tiernan skoraði mark Tindastóls en það var hennar fyrsta á tímabilinu. Tindastóll er með fjögur stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Þór/KA sem er í 6. sætinu. Stólarnir eiga þó leik til góða. Mikil dramatík var einnig í leik Keflavíkur og ÍBV suður með sjó. Delaney Pridham kom Eyjakonum yfir á 17. mínútu með sínu fimmta marki í sumar en Aeriel Chavarin jafnaði á 36. mínútu. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Antoinette Williams sigurmark ÍBV sem er í 5. sæti deildarinnar. Keflavík er í níunda og næstneðsta sætinu. Klippa: Tindastóll 1-2 og Þór/KA og Keflavík 1-2 ÍBV Þá tapaði Selfoss sínum fyrstu stigum á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli. Selfyssingar voru manni færri frá 37. mínútu þegar markvörðurinn Guðný Geirsdóttir fékk rautt spjald. Þrátt fyrir jafnteflið í gær er Selfoss enn á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Breiðabliki og þremur stigum á undan Val. Fylkir er hins vegar enn á botni deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira