Íslenski boltinn

Margrét Lára um Valskonur: Alltof hræddar við sóknarmenn Breiðabliks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikakonur fagna einu af sjö mörkum sínum á móti Val í gær.
Blikakonur fagna einu af sjö mörkum sínum á móti Val í gær. Vísir/Hulda Margrét

Valsliðið fékk á sig sjö mörk á heimavelli í toppslagnum á móti Breiðabliki í Pepsi Max deildinni í gær. Sérfræðingar Pepsi Max markanna veltu fyrir sér hvað gerðist fyrir Valskonur í þessum leik í gær.

Valsliðið komst í 1-0 í leiknum en Blikarnir svöruðu með því að skora sjö mörk á næstu sextíu mínútum.

„Þær fá sig mörk úr tveimur hornspyrnum eins og Pétur sagði og þá fannst mér Valsliðið svolítið hrynja. Það er ólíkt þeim að hrynja við svona smá mótlæti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum.

Margrét Lára Viðarsdóttir.S2 Sport

„Hvað það er, hvort að það hafi verið yfirspenningur eða yfirstress? Leikfræðilega séð voru þær rosalega langt frá mönnum og varnarlínan féll alltof aftarlega. Mér fannst þær á löngum köflum vera alltof hræddar við sóknarmenn Breiðabliks,“ sagði Margrét Lára.

„Maður varð fyrir vonbrigðum með það því það er fullt af leiðtogum og reynsluboltum í þessu liði. Mér fannst ekki verið að berja mannskapinn saman þegar sjokkið kemur og það á náttúrulega ekki að vera sjokk að verjast Blikum í föstum leikatriðum,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum.

„Það var ekkert nýtt undir sólinni í því sem Blikar voru að gera. Þær gera sitt bara vel en þetta er sama uppskrift og hefur verið í gengi í Kópavoginum,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max Mörkin: Umræða um hvað gerðist hjá Valsliðinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×