Erlent

Handtökuskipun gefin út á hendur Marilyn Manson

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn heitir Brian Hugh Warner.
Tónlistarmaðurinn heitir Brian Hugh Warner. epa

Lögregluyfirvöld í New Hampshire í Bandaríkjunum hafa gefið út handtökuskipun á hendur tónlistarmanninum Marilyn Manson. Manson hefur verið sakaður um fjölda ofbeldisbrota.

Handtökuskipunin varðar rannsókn lögreglu á brotum sem söngvarinn er grunaður um að hafa framið á tónleikum í Gilford árið 2019. Í tilkynningu segir lögregla Manson og umboðsmenn hans hafa vitað af handtökuskipuninni í nokkurn tíma.

Hann hefur hins vegar ekki sett sig í samband við lögreglu.

Samkvæmt tilkynningunni eru umrædd brot ekki „kynferðislegs eðlis“.

Ashley Walters, fyrrverandi aðstoðarmaður Manson, er meðal þeirra sem hafa sakað söngvarann um að hafa brotið gegn sér. Hún hefur kært hann fyrir kynferðisofbeldi.

Manson hefur ekki svarað ásökununum opinberlega en umboðsmenn hans segja hann aldrei hafa brotið á neinum. 

Útgáfufyrirtækið Loma Vista Recordings sleit samningum sínum við Manson eftir að leikkonan Evan Rachel Wood steig fram og sagðist hafa orðið fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu tónlistarmannsins.


Tengdar fréttir

Sakar Mari­lyn Man­son um kyn­ferðis­of­beldi og líkams­meiðingar

Leikkonan Esmé Bianco hefur kært söngvarann Marilyn Manson fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Leikkonan, sem er hvað frægust fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones, segir söngvarann hafa neytt hana til samfara árið 2011 með því að þvinga í hana eiturlyf og beita hana valdi.

Fimm konur saka Man­son um gróft of­beldi

Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×