Fimm konur saka Manson um gróft ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:53 Fimm konur, þar á meðal Evan Rachel Wood, hafa stigið fram og sakað Manson um gróft ofbeldi. Vísir/Getty Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag. „Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið. Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
„Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið.
Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira