Fimm konur saka Manson um gróft ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:53 Fimm konur, þar á meðal Evan Rachel Wood, hafa stigið fram og sakað Manson um gróft ofbeldi. Vísir/Getty Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag. „Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið. Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
„Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið.
Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira