Blinken reynir að festa vopnahléið í sessi Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 10:16 Antony Blinken byrjaði á því að funda með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra. Hann mun ræða við fleiri pólitíska leiðtoga Ísraels í dag og síðan við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. AP/Menahem Kahana Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem hann byrjar ferðalag sitt um Mið-Austurlönd. Ætlar hann sér að styrkja vopnahléið milli Ísraels og Hamas á Gasa-ströndinni í sessi. Vopnahléið, sem tók gildi á föstudaginn, hefur haldið síðan þá. Blinken stendur þó frammi fyrir þeim sömu aðstæðum og leiddu til nýjustu átaka Ísraels og Hamas, þar sem minnst 250 manns dóu, þar af mest almennir borgarar á Gasa. AP fréttaveitan nefnir aðstæður eins og herskáa leiðtoga Ísraels, deilur meðal leiðtoga Palestínu og mikla spennu milli gyðinga og múslima varðandi Jerúsalem og helga staði þar. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að Blinken muni einbeita sér að uppbyggingu á Gasa-Ströndinni, án þess þó að eiga í beinum viðræðum við Hamas-liða, þar sem Hamas-samtökin eru álitin hryðjuverkasamtök af vestrænum ríkjum. Árásir Ísraelsmanna ollu gífurlegum skemmdum á Gasa og voru til að mynda fjölmörg fjölbýlishús jöfnuð við jörðu. Blinken byrjaði ferð sína til Mið-Austurlanda á því að ræða við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sem berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir fjórar kosningar á tveimur árum þar sem ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Hann hefur verið gagnrýndur í Ísrael fyrir að semja of snemma um vopnahlé og fyrir að ná ekki nægilega góðu höggi á Hamas. AP segir verulega ólíklegt að hann verði tilbúinn til nokkurra málamiðlana af ótta við að líta út fyrir að hafa lúffað fyrir Hamas. Ekki útlit fyrir frekari viðræður Engar viðræður milli Ísraels og Hamas hafa átt sér stað og er ekki útlit fyrir að slíkar viðræður muni fara fram á næstunni. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar telja ráðamenn í Bandaríkjunum það of snemmt. Þá er bent á að ákveðið tómarúm er í leiðtogastöðum beggja vegna átakanna. Bæði í Ísrael og í Palestínu. Á blaðamannafundi með Netanjahú í morgun hét Blinken því að fá alþjóðasamfélagið til að hjálpa við uppbyggingu á Gasa. Hann sagði þó mjög mikilvægt að Hamas-samtökin mættu ekki hagnast á endurbyggingu á Gasa. Hér má sjá blaðamannafundinn í morgun. Blinken mun ekki ræða við leiðtoga Hamas, heldur fer hann til Vesturbakkans, þar sem hann mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Abbas hefur þó engin völd á Gasa, þar sem Hamas-liðar hafa ráðið ríkjum frá 2007. Blinken mun því næst fara til Jórdaníu og Egyptalands og ræða við ráðamenn þar um ástandið. Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48 Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Vopnahléið, sem tók gildi á föstudaginn, hefur haldið síðan þá. Blinken stendur þó frammi fyrir þeim sömu aðstæðum og leiddu til nýjustu átaka Ísraels og Hamas, þar sem minnst 250 manns dóu, þar af mest almennir borgarar á Gasa. AP fréttaveitan nefnir aðstæður eins og herskáa leiðtoga Ísraels, deilur meðal leiðtoga Palestínu og mikla spennu milli gyðinga og múslima varðandi Jerúsalem og helga staði þar. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að Blinken muni einbeita sér að uppbyggingu á Gasa-Ströndinni, án þess þó að eiga í beinum viðræðum við Hamas-liða, þar sem Hamas-samtökin eru álitin hryðjuverkasamtök af vestrænum ríkjum. Árásir Ísraelsmanna ollu gífurlegum skemmdum á Gasa og voru til að mynda fjölmörg fjölbýlishús jöfnuð við jörðu. Blinken byrjaði ferð sína til Mið-Austurlanda á því að ræða við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sem berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir fjórar kosningar á tveimur árum þar sem ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Hann hefur verið gagnrýndur í Ísrael fyrir að semja of snemma um vopnahlé og fyrir að ná ekki nægilega góðu höggi á Hamas. AP segir verulega ólíklegt að hann verði tilbúinn til nokkurra málamiðlana af ótta við að líta út fyrir að hafa lúffað fyrir Hamas. Ekki útlit fyrir frekari viðræður Engar viðræður milli Ísraels og Hamas hafa átt sér stað og er ekki útlit fyrir að slíkar viðræður muni fara fram á næstunni. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar telja ráðamenn í Bandaríkjunum það of snemmt. Þá er bent á að ákveðið tómarúm er í leiðtogastöðum beggja vegna átakanna. Bæði í Ísrael og í Palestínu. Á blaðamannafundi með Netanjahú í morgun hét Blinken því að fá alþjóðasamfélagið til að hjálpa við uppbyggingu á Gasa. Hann sagði þó mjög mikilvægt að Hamas-samtökin mættu ekki hagnast á endurbyggingu á Gasa. Hér má sjá blaðamannafundinn í morgun. Blinken mun ekki ræða við leiðtoga Hamas, heldur fer hann til Vesturbakkans, þar sem hann mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Abbas hefur þó engin völd á Gasa, þar sem Hamas-liðar hafa ráðið ríkjum frá 2007. Blinken mun því næst fara til Jórdaníu og Egyptalands og ræða við ráðamenn þar um ástandið.
Bandaríkin Ísrael Palestína Tengdar fréttir Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48 Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. 22. maí 2021 07:48
Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00
Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30