Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 08:54 Íbúi Texas með skammbyssu á mótmælafundi gegn lögum um byssueign í Austin árið 2015. AP/ERic Gay Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. Samtök lögregluþjóna hafa lýst því yfir að frumvarpið ógni öryggi þeirra og almennings en þau mótmæli hafa fallið á dauf eyru ríkisþingmanna Repúblikanaflokksins, sem eru í meirihluta í báðum deildum. „Það sem þetta frumvarp gerir er að endurvekja rétt sem íbúar Texas, eftir því sem ég best veit, hafa ekki notið frá 1871,“ hefur Houston Chronicle eftir þingmanninum Matt Shaefer. Þetta sagði hann skömmu áður en fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið (82-62). Skömmu seinna gerði öldungadeildin það einnig (17-13). Repúblikanar halda því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti öllum Bandaríkjamönnum rétt til vopnaburðar. Texas er þegar með einhverja takmörkuðust vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þar er rúmlega 1,6 milljón manna með leyfi til að bera skammbyssu. Þá er íbúum Texas þegar leyfilegt að eiga og ganga um með riffla án byssuleyfis. Sambærileg lög um að fólk megi eiga og bera byssur án byssuleyfis, má finna í um tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt Houston Chronicle. Texas verður þó lang stærsta ríkið þann 1. september en þá er búist við að lögin taki gildi. Texas is on its way to becoming a 2nd Amendment Sanctuary State.@JustinaHolland's #HB2622 would protect the Lone Star State from any new federal gun control regulations.Don't tread on Texas.#2A #txlege— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) May 24, 2021 Samtök fólks sem vilja umfangsmeiri löggjöf um skotvopn og takmörk á vopnaburði eru sömuleiðis andvíg frumvarpinu. Samkvæmt frétt Politico hafa andstæðingar frumvarpsins til að mynda vísað í nýlegar mannskæðar skotárásir í Texas. Má þar nefna árásina í El Paso og árásina í Odessa-Midland frá 2019. Demókratar hafa gagnrýnt Repúblikana harðlega vegna frumvarpsins og segja þá ætla sér að fjölga skotvopnum í höndum óþjálfaðra aðila, í stað þess að takast á við faraldur skotárása í ríkinu. Frumvarpið mætti mikilli mótspyrnu í mars og var ekki útlit fyrir að það yrði samþykkt. Síðan þá hefur því verið breytt töluvert. Fyrrverandi fangar, menn sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi og fleiri mega ekki bera skammbyssur samkvæmt lögunum og hefur refsing við slíkum brotum verið þyngd. Þá var einnig tekið út ákvæði um að lögregluþjónar gætu ekki afvopnað fólk, sem lögreglan sagði nauðsynlegt að hægt væri. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Samtök lögregluþjóna hafa lýst því yfir að frumvarpið ógni öryggi þeirra og almennings en þau mótmæli hafa fallið á dauf eyru ríkisþingmanna Repúblikanaflokksins, sem eru í meirihluta í báðum deildum. „Það sem þetta frumvarp gerir er að endurvekja rétt sem íbúar Texas, eftir því sem ég best veit, hafa ekki notið frá 1871,“ hefur Houston Chronicle eftir þingmanninum Matt Shaefer. Þetta sagði hann skömmu áður en fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið (82-62). Skömmu seinna gerði öldungadeildin það einnig (17-13). Repúblikanar halda því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti öllum Bandaríkjamönnum rétt til vopnaburðar. Texas er þegar með einhverja takmörkuðust vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þar er rúmlega 1,6 milljón manna með leyfi til að bera skammbyssu. Þá er íbúum Texas þegar leyfilegt að eiga og ganga um með riffla án byssuleyfis. Sambærileg lög um að fólk megi eiga og bera byssur án byssuleyfis, má finna í um tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt Houston Chronicle. Texas verður þó lang stærsta ríkið þann 1. september en þá er búist við að lögin taki gildi. Texas is on its way to becoming a 2nd Amendment Sanctuary State.@JustinaHolland's #HB2622 would protect the Lone Star State from any new federal gun control regulations.Don't tread on Texas.#2A #txlege— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) May 24, 2021 Samtök fólks sem vilja umfangsmeiri löggjöf um skotvopn og takmörk á vopnaburði eru sömuleiðis andvíg frumvarpinu. Samkvæmt frétt Politico hafa andstæðingar frumvarpsins til að mynda vísað í nýlegar mannskæðar skotárásir í Texas. Má þar nefna árásina í El Paso og árásina í Odessa-Midland frá 2019. Demókratar hafa gagnrýnt Repúblikana harðlega vegna frumvarpsins og segja þá ætla sér að fjölga skotvopnum í höndum óþjálfaðra aðila, í stað þess að takast á við faraldur skotárása í ríkinu. Frumvarpið mætti mikilli mótspyrnu í mars og var ekki útlit fyrir að það yrði samþykkt. Síðan þá hefur því verið breytt töluvert. Fyrrverandi fangar, menn sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi og fleiri mega ekki bera skammbyssur samkvæmt lögunum og hefur refsing við slíkum brotum verið þyngd. Þá var einnig tekið út ákvæði um að lögregluþjónar gætu ekki afvopnað fólk, sem lögreglan sagði nauðsynlegt að hægt væri.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira