Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 08:54 Íbúi Texas með skammbyssu á mótmælafundi gegn lögum um byssueign í Austin árið 2015. AP/ERic Gay Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. Samtök lögregluþjóna hafa lýst því yfir að frumvarpið ógni öryggi þeirra og almennings en þau mótmæli hafa fallið á dauf eyru ríkisþingmanna Repúblikanaflokksins, sem eru í meirihluta í báðum deildum. „Það sem þetta frumvarp gerir er að endurvekja rétt sem íbúar Texas, eftir því sem ég best veit, hafa ekki notið frá 1871,“ hefur Houston Chronicle eftir þingmanninum Matt Shaefer. Þetta sagði hann skömmu áður en fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið (82-62). Skömmu seinna gerði öldungadeildin það einnig (17-13). Repúblikanar halda því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti öllum Bandaríkjamönnum rétt til vopnaburðar. Texas er þegar með einhverja takmörkuðust vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þar er rúmlega 1,6 milljón manna með leyfi til að bera skammbyssu. Þá er íbúum Texas þegar leyfilegt að eiga og ganga um með riffla án byssuleyfis. Sambærileg lög um að fólk megi eiga og bera byssur án byssuleyfis, má finna í um tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt Houston Chronicle. Texas verður þó lang stærsta ríkið þann 1. september en þá er búist við að lögin taki gildi. Texas is on its way to becoming a 2nd Amendment Sanctuary State.@JustinaHolland's #HB2622 would protect the Lone Star State from any new federal gun control regulations.Don't tread on Texas.#2A #txlege— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) May 24, 2021 Samtök fólks sem vilja umfangsmeiri löggjöf um skotvopn og takmörk á vopnaburði eru sömuleiðis andvíg frumvarpinu. Samkvæmt frétt Politico hafa andstæðingar frumvarpsins til að mynda vísað í nýlegar mannskæðar skotárásir í Texas. Má þar nefna árásina í El Paso og árásina í Odessa-Midland frá 2019. Demókratar hafa gagnrýnt Repúblikana harðlega vegna frumvarpsins og segja þá ætla sér að fjölga skotvopnum í höndum óþjálfaðra aðila, í stað þess að takast á við faraldur skotárása í ríkinu. Frumvarpið mætti mikilli mótspyrnu í mars og var ekki útlit fyrir að það yrði samþykkt. Síðan þá hefur því verið breytt töluvert. Fyrrverandi fangar, menn sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi og fleiri mega ekki bera skammbyssur samkvæmt lögunum og hefur refsing við slíkum brotum verið þyngd. Þá var einnig tekið út ákvæði um að lögregluþjónar gætu ekki afvopnað fólk, sem lögreglan sagði nauðsynlegt að hægt væri. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Samtök lögregluþjóna hafa lýst því yfir að frumvarpið ógni öryggi þeirra og almennings en þau mótmæli hafa fallið á dauf eyru ríkisþingmanna Repúblikanaflokksins, sem eru í meirihluta í báðum deildum. „Það sem þetta frumvarp gerir er að endurvekja rétt sem íbúar Texas, eftir því sem ég best veit, hafa ekki notið frá 1871,“ hefur Houston Chronicle eftir þingmanninum Matt Shaefer. Þetta sagði hann skömmu áður en fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið (82-62). Skömmu seinna gerði öldungadeildin það einnig (17-13). Repúblikanar halda því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti öllum Bandaríkjamönnum rétt til vopnaburðar. Texas er þegar með einhverja takmörkuðust vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þar er rúmlega 1,6 milljón manna með leyfi til að bera skammbyssu. Þá er íbúum Texas þegar leyfilegt að eiga og ganga um með riffla án byssuleyfis. Sambærileg lög um að fólk megi eiga og bera byssur án byssuleyfis, má finna í um tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt Houston Chronicle. Texas verður þó lang stærsta ríkið þann 1. september en þá er búist við að lögin taki gildi. Texas is on its way to becoming a 2nd Amendment Sanctuary State.@JustinaHolland's #HB2622 would protect the Lone Star State from any new federal gun control regulations.Don't tread on Texas.#2A #txlege— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) May 24, 2021 Samtök fólks sem vilja umfangsmeiri löggjöf um skotvopn og takmörk á vopnaburði eru sömuleiðis andvíg frumvarpinu. Samkvæmt frétt Politico hafa andstæðingar frumvarpsins til að mynda vísað í nýlegar mannskæðar skotárásir í Texas. Má þar nefna árásina í El Paso og árásina í Odessa-Midland frá 2019. Demókratar hafa gagnrýnt Repúblikana harðlega vegna frumvarpsins og segja þá ætla sér að fjölga skotvopnum í höndum óþjálfaðra aðila, í stað þess að takast á við faraldur skotárása í ríkinu. Frumvarpið mætti mikilli mótspyrnu í mars og var ekki útlit fyrir að það yrði samþykkt. Síðan þá hefur því verið breytt töluvert. Fyrrverandi fangar, menn sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi og fleiri mega ekki bera skammbyssur samkvæmt lögunum og hefur refsing við slíkum brotum verið þyngd. Þá var einnig tekið út ákvæði um að lögregluþjónar gætu ekki afvopnað fólk, sem lögreglan sagði nauðsynlegt að hægt væri.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira