Stefna á að leyfa öllum að bera skammbyssu án leyfis í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 08:54 Íbúi Texas með skammbyssu á mótmælafundi gegn lögum um byssueign í Austin árið 2015. AP/ERic Gay Ríkisþing Texas í Bandaríkjunum hefur samþykkt frumvarp um að leyfa öllum íbúum ríkisins, 21 árs og eldri, að bera skammbyssu, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki gengist byssupróf og þá bakgrunnsskoðun sem því fylgir. Frumvarpið hefur verið sent til Greg Abbott, ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að skrifa undir það. Samtök lögregluþjóna hafa lýst því yfir að frumvarpið ógni öryggi þeirra og almennings en þau mótmæli hafa fallið á dauf eyru ríkisþingmanna Repúblikanaflokksins, sem eru í meirihluta í báðum deildum. „Það sem þetta frumvarp gerir er að endurvekja rétt sem íbúar Texas, eftir því sem ég best veit, hafa ekki notið frá 1871,“ hefur Houston Chronicle eftir þingmanninum Matt Shaefer. Þetta sagði hann skömmu áður en fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið (82-62). Skömmu seinna gerði öldungadeildin það einnig (17-13). Repúblikanar halda því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti öllum Bandaríkjamönnum rétt til vopnaburðar. Texas er þegar með einhverja takmörkuðust vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þar er rúmlega 1,6 milljón manna með leyfi til að bera skammbyssu. Þá er íbúum Texas þegar leyfilegt að eiga og ganga um með riffla án byssuleyfis. Sambærileg lög um að fólk megi eiga og bera byssur án byssuleyfis, má finna í um tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt Houston Chronicle. Texas verður þó lang stærsta ríkið þann 1. september en þá er búist við að lögin taki gildi. Texas is on its way to becoming a 2nd Amendment Sanctuary State.@JustinaHolland's #HB2622 would protect the Lone Star State from any new federal gun control regulations.Don't tread on Texas.#2A #txlege— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) May 24, 2021 Samtök fólks sem vilja umfangsmeiri löggjöf um skotvopn og takmörk á vopnaburði eru sömuleiðis andvíg frumvarpinu. Samkvæmt frétt Politico hafa andstæðingar frumvarpsins til að mynda vísað í nýlegar mannskæðar skotárásir í Texas. Má þar nefna árásina í El Paso og árásina í Odessa-Midland frá 2019. Demókratar hafa gagnrýnt Repúblikana harðlega vegna frumvarpsins og segja þá ætla sér að fjölga skotvopnum í höndum óþjálfaðra aðila, í stað þess að takast á við faraldur skotárása í ríkinu. Frumvarpið mætti mikilli mótspyrnu í mars og var ekki útlit fyrir að það yrði samþykkt. Síðan þá hefur því verið breytt töluvert. Fyrrverandi fangar, menn sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi og fleiri mega ekki bera skammbyssur samkvæmt lögunum og hefur refsing við slíkum brotum verið þyngd. Þá var einnig tekið út ákvæði um að lögregluþjónar gætu ekki afvopnað fólk, sem lögreglan sagði nauðsynlegt að hægt væri. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Samtök lögregluþjóna hafa lýst því yfir að frumvarpið ógni öryggi þeirra og almennings en þau mótmæli hafa fallið á dauf eyru ríkisþingmanna Repúblikanaflokksins, sem eru í meirihluta í báðum deildum. „Það sem þetta frumvarp gerir er að endurvekja rétt sem íbúar Texas, eftir því sem ég best veit, hafa ekki notið frá 1871,“ hefur Houston Chronicle eftir þingmanninum Matt Shaefer. Þetta sagði hann skömmu áður en fulltrúadeildin samþykkti frumvarpið (82-62). Skömmu seinna gerði öldungadeildin það einnig (17-13). Repúblikanar halda því fram að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti öllum Bandaríkjamönnum rétt til vopnaburðar. Texas er þegar með einhverja takmörkuðust vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og þar er rúmlega 1,6 milljón manna með leyfi til að bera skammbyssu. Þá er íbúum Texas þegar leyfilegt að eiga og ganga um með riffla án byssuleyfis. Sambærileg lög um að fólk megi eiga og bera byssur án byssuleyfis, má finna í um tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, samkvæmt Houston Chronicle. Texas verður þó lang stærsta ríkið þann 1. september en þá er búist við að lögin taki gildi. Texas is on its way to becoming a 2nd Amendment Sanctuary State.@JustinaHolland's #HB2622 would protect the Lone Star State from any new federal gun control regulations.Don't tread on Texas.#2A #txlege— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) May 24, 2021 Samtök fólks sem vilja umfangsmeiri löggjöf um skotvopn og takmörk á vopnaburði eru sömuleiðis andvíg frumvarpinu. Samkvæmt frétt Politico hafa andstæðingar frumvarpsins til að mynda vísað í nýlegar mannskæðar skotárásir í Texas. Má þar nefna árásina í El Paso og árásina í Odessa-Midland frá 2019. Demókratar hafa gagnrýnt Repúblikana harðlega vegna frumvarpsins og segja þá ætla sér að fjölga skotvopnum í höndum óþjálfaðra aðila, í stað þess að takast á við faraldur skotárása í ríkinu. Frumvarpið mætti mikilli mótspyrnu í mars og var ekki útlit fyrir að það yrði samþykkt. Síðan þá hefur því verið breytt töluvert. Fyrrverandi fangar, menn sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi og fleiri mega ekki bera skammbyssur samkvæmt lögunum og hefur refsing við slíkum brotum verið þyngd. Þá var einnig tekið út ákvæði um að lögregluþjónar gætu ekki afvopnað fólk, sem lögreglan sagði nauðsynlegt að hægt væri.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira