Greint er frá þessu á vef Ekstra Bladet en í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að ekkert bendi til saknæms athæfis.
Tilkynning barst um eldsvoðann við Mariagervej í Hobro klukkan 1:36 í nótt að staðartíma. Þegar slökkvilið kom á vettvang var móðir barnanna og maki komin út úr húsinu en börnin tvö komust ekki út í tæka tíð.
Klukkan 2:45 hafði slökkvilið að mestu tekist að ná niðurlögum eldsins en svæðið var umlukið reyk. Viðbragðsaðilar voru enn á vettvangi í morgun en lítið hefur verið gefið upp um möguleg eldsupptök sem eru nú til rannsóknar. Að sögn Ekstra Bladet var maki móðurinnar fluttur á spítala í Álaborg.