Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 13:17 Kristín Jónsdóttir, , hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, fór í þyrluferð með fréttamanninum Bill Whitaker í innslagi 60 Minutes um gosið. 60 minutes/youtube Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. „Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
„Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54