Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2021 22:44 Eldgosið í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum. Áhorfendur fylgjast með af hryggnum vinstra megin. Vilhelm Gunnarsson Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að tveir mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. „Þetta er skrautsýning sem fólk sækist í,“ segir Páll. Gosið marki endalok 780 ára tímabils án jarðelda á Reykjanesskaga. „Maður hugsar oft til þess, þegar maður stendur hér í vesturbænum og horfir til fjalla og sér eldgos bera við himin, að þetta er sýn sem ekki hefur verið boðið upp á hér í Reykjavík bara síðan á dögum Snorra Sturlusonar.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Páll segir að þótt gosið teljist lítið sé það liður í umfangsmiklum umbrotum, sem hófust eigi síðar en í desember 2019, með mörgum skjálftahrinum og sennilega sex kvikuinnskotum á fjórum stöðum. „Jafnvel þó að þessu gosi lyki fljótlega, sem alls ekki er útilokað, þá er ekki þar með sagt að atburðarásinni sé lokið. Það þarf að hafa augun hjá sér enn til þess að reyna að bera kennsl á það hvað gerist næst. Hver er næsti kafli í atburðarásinni?“ Í ljósi sögunnar verði að telja líklegt að fleiri eldgos fylgi. Gosbelti Reykjanesskagans.Grafík/Ragnar Visage „Á næstu 200-300 árum gætu sem sé orðið fleiri gos. Þá erum við kannski að tala um 10-20 gos á Reykjanesskaga sem gætu fylgt í kjölfarið.“ Hann segir að áratugir gætu þó liðið á milli gosa. En hvar líklegast væri að þau kæmu upp nefnir Páll virkustu svæðin; Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvíkureldstöðina og Brennisteinsfjöll, og vísar til sögunnar. „Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöll hafa verið býsna virk á síðustu árþúsundum og þar hafa orðið nokkuð myndarleg hraungos, miklu myndarlegri heldur en það sem nú er uppi,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Ölfus Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Almannavarnir Kópavogur Tengdar fréttir Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30 Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að tveir mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. „Þetta er skrautsýning sem fólk sækist í,“ segir Páll. Gosið marki endalok 780 ára tímabils án jarðelda á Reykjanesskaga. „Maður hugsar oft til þess, þegar maður stendur hér í vesturbænum og horfir til fjalla og sér eldgos bera við himin, að þetta er sýn sem ekki hefur verið boðið upp á hér í Reykjavík bara síðan á dögum Snorra Sturlusonar.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Páll segir að þótt gosið teljist lítið sé það liður í umfangsmiklum umbrotum, sem hófust eigi síðar en í desember 2019, með mörgum skjálftahrinum og sennilega sex kvikuinnskotum á fjórum stöðum. „Jafnvel þó að þessu gosi lyki fljótlega, sem alls ekki er útilokað, þá er ekki þar með sagt að atburðarásinni sé lokið. Það þarf að hafa augun hjá sér enn til þess að reyna að bera kennsl á það hvað gerist næst. Hver er næsti kafli í atburðarásinni?“ Í ljósi sögunnar verði að telja líklegt að fleiri eldgos fylgi. Gosbelti Reykjanesskagans.Grafík/Ragnar Visage „Á næstu 200-300 árum gætu sem sé orðið fleiri gos. Þá erum við kannski að tala um 10-20 gos á Reykjanesskaga sem gætu fylgt í kjölfarið.“ Hann segir að áratugir gætu þó liðið á milli gosa. En hvar líklegast væri að þau kæmu upp nefnir Páll virkustu svæðin; Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvíkureldstöðina og Brennisteinsfjöll, og vísar til sögunnar. „Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöll hafa verið býsna virk á síðustu árþúsundum og þar hafa orðið nokkuð myndarleg hraungos, miklu myndarlegri heldur en það sem nú er uppi,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Ölfus Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Almannavarnir Kópavogur Tengdar fréttir Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30 Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira
Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30
Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44