Innlent

Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum

Eiður Þór Árnason skrifar
Ekkert lát virðist vera á hraunflæðinu í Geldingadölum.
Ekkert lát virðist vera á hraunflæðinu í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm

Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til.

Ekkert lát virðist ætla að verða á virkni gossins sem hófst þann 19. mars síðastliðinn og hið sama á við um áhuga landsmanna og erlendra ferðamanna á sjónarspilinu. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan eða fara beint á streymið.

Vísindaráð almannavarna greindi frá því á miðvikudag að nýjustu mælingar gefi til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni á svæðinu undanfarna daga og þeytast kvikustrókar 100 til 300 metra upp í loftið.

Bylgjan hljómar undir útsendingunni en einnig er hægt að fylgjast með henni á stöðinni Stöð 2 Vísi á myndlyklum Vodafone og Símans. 

Hér má sjá allar helstu fréttir tengdar eldgosinu í Fagradalsfjalli:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.