Erlent

Tala látinna vegna kláf­ferju­slyssins hækkar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fleiri létust í slysinu en hægt var að staðfesta í fyrstu.
Fleiri létust í slysinu en hægt var að staðfesta í fyrstu. Soccorso Alpino e Speleologico Piemontese via AP

Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er níu ára barn meðal þeirra sem létust. Fimm ára barn var þá fluttur á sjúkrahús eftir slysið.

Áður hafði verið greint frá því að tala látinna væri minnst átta, en hún hefur hækkað eftir því sem björgunar- og leitaraðgerðum í braki ferjunnar hefur miðað áfram.

„Við erum aðframkomin af sársauka,“ hefur BBC eftir Marcella Severino, bæjarstjóra Stresa á Ítalíu. Ferjan var á leiðinni frá Stresa upp Mottarone-fjall þegar slysið varð. Bæjarstjórinn segir að erlendir ríkisborgarar, það er frá öðru landi en Ítalíu, hafi verið á meðal hinna látnu.

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, segir slysið vera mikinn harmleik. Hann sé vel upplýstur um aðgerðir vegna slyssins og rannsókn innanríkisráðuneytisins á því.

„Ég votta fjölskyldum hinna látnu samúð ríkisstjórnarinnar. Hugur okkar er sérstaklega hjá börnunum sem slösuðust og fjölskyldum þeirra,“ sagði Draghi í yfirlýsingu í dag.


Tengdar fréttir

Minnst átta dánir í kláf­ferju­slysi á Ítalíu

Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×