Hannes Þór segist ekki svekktur yfir landsliðsvalinu Atli Arason skrifar 21. maí 2021 23:10 Hannes Þór hélt hreinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var létt í viðtali eftir nauman 1-0 sigur Vals á Leikni í Pepsi Max deildinni í kvöld. Valur skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins. „Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
„Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira