Íslenski boltinn

„Við þurfum að eignast fleiri Kára“

Sindri Sverrisson skrifar
Kári Árnason bendir á Thomas Mikkelsen eftir að Daninn braut á honum.
Kári Árnason bendir á Thomas Mikkelsen eftir að Daninn braut á honum. Stöð 2 Sport

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason hefur drepið í stærri vindlum en Thomasi Mikkelsen sem var í strangri gæslu Kára í Víkinni í gær.

Mikkelsen, sem skoraði þrennu gegn Keflavík í þriðju umferð, átti í erfiðleikum með að komast í færi gegn Víkingi í gær, ekki síst vegna framgöngu Kára. 

Í Pepsi Max stúkunni í gærkvöld mátti sjá hvernig Kári var sífellt mættur til að stöðva Mikkelsen með kröftugum hætti. Víkingur vann leikinn 3-0.

Klippa: Stúkan - Kári og Mikkelsen

„Við þurfum að eignast fleiri Kára þannig að ungir miðverðir; horfið aðeins á hann,“ sagði Reynir Leósson í Stúkunni, og benti á hve skýr skilaboðin væru frá Kára til Danans.

„Thomas Mikkelsen fékk reyndar færi í þessum leik, var rangstæður, en Kári var alltaf í bakinu á honum. Hann fékk aldrei að snúa sér. Þvílíkur leikmaður,“ sagði Reynir.

Baldur Sigurðsson benti á hve óhræddir Víkingar hefðu verið við að fara út úr stöðu til að klára að afgreiða sinn mann:

„Þeir eru ekkert hræddir um svæðin sem þeir skilja eftir sig því að hlaupin þangað… Viktor Karl, Kristinn Steindórs, Gísli Eyjólfs, hvar eru þessi hlaup,“ spurði Baldur og beindi spurningu sinni til Blika.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×