Erlent

Hand­teknir eftir um tuttugu í­kveikjur í Eskil­s­tuna

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um fyrsta eldsvoðann barst lögreglu um klukkan 22 að staðartíma í gærkvöldi, en síðan tóku fleiri tilkynningar að hrannast inn á fremur skömmum tíma.
Tilkynning um fyrsta eldsvoðann barst lögreglu um klukkan 22 að staðartíma í gærkvöldi, en síðan tóku fleiri tilkynningar að hrannast inn á fremur skömmum tíma. Getty

Lögregla í Svíþjóð handtók í nótt þrjá menn á þrítugsaldri sem grunaðir eru um íkveikjur á um tuttugu mismunandi stöðum í bænum Eskilstuna, um hundrað kílómetra vestur af Stokkhólmi. Sömuleiðis var ráðist á lögreglustöð í bænum.

Thomas Agnevik, talsmaður lögreglunnar í Eskilstuna, segir að mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnabrota, og að ekki sé langsótt að tengja málið við skipulagða glæpastarfsemi.

Tilkynning um fyrsta eldsvoðann barst lögreglu um klukkan 22 að staðartíma í gærkvöldi, en síðan tóku fleiri tilkynningar að hrannast inn á fremur skömmum tíma. Var fyrst og fremst kveikt í bílum, en einnig húsbílum.

Lögregla í Eskilstuna telur að um íkveikjurnar hafi verið samstilltar þar sem þær hafi verið svo margar á svo skömmum tíma. Sömuleiðis hafi eldi verið kastað að lögreglustöðinni þar sem viðbúnaður hefur nú verið aukinn.

SVT segir frá því að fyrst hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem vopnaður væri skammbyssu. Er talið að þar hafi um gabb verið að ræða, en á meðan lögregla sinnti því útkalli hófust íkveikjurnar.

Búið er að slökkva alla eldana og hafa ekki borist tilkynningar um að nokkur hafi slasast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.