Íslenski boltinn

Fram lagði tíu Eyjamenn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Framarar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína.
Framarar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína.

ÍBV tók á móti Fram í Lengjudeild karla í kvöld. Heimamenn þurftu að leika manni færri í rúmar 70 mínútur og gestirnir lönduðu góðum 2-0 útisigri.

Það voru liðnar 16 mínútur af leiknum þegar Sigurður Arnar Magnússon braut af sér innan vítateigs. Framarar fengu vítaspyrnu og Sigurður Arnar beint rautt spjald.

Albert Hafsteinsson fór á punktinn og kom gestunum í 1-0 forystu. Ekki fvoru skoruð fleiri mörk í fyrri hálfleik og gestirnir því með eins marks forskot þegar gengið var til búningsherbergja.

Á 68. mínútu bætti Alex Freyr Elísson öðru marki Framara við, en það reyndist jafnframt seinasta mark leiksins.

Fram hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína og eru með fullt hús stiga. ÍBV er enn án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.