Íslenski boltinn

Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Mikkelsen skorar fyrsta mark Breiðabliks gegn Keflavík úr vítaspyrnu.
Thomas Mikkelsen skorar fyrsta mark Breiðabliks gegn Keflavík úr vítaspyrnu. vísir/hulda margrét

Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær.

Thomas Mikkelsen skoraði fyrstu þrennu tímabilsins þegar Breiðablik vann stórsigur á nýliðum Keflavíkur, 4-0. Þetta var fyrsti sigur Blika á tímabilinu.

Auk þess að skora þrjú mörk lagði Mikkelsen fjórða mark Breiðabliks upp fyrir Kristin Steindórsson.

Klippa: Breiðablik 4-0 Keflavík

Víkingur gerði góða ferð í Garðabæinn og vann 2-3 sigur á Stjörnunni sem hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu.

Nikolaj Hansen kom Víkingum tvisvar yfir í fyrri hálfleik en Hilmar Árni Halldórsson og Tristan Freyr Ingólfsson jöfnuðu fyrir Stjörnumenn. Mark Tristans, hans fyrsta í efstu deild, var sérstaklega glæsilegt. Júlíus Magnússon skoraði svo sigurmark Víkings í upphafi seinni hálfleiks.

Klippa: Stjarnan 2-3 Víkingur

Þolinmæði var dyggð fyrir FH þegar liðið vann ÍA, 5-1, í Kaplakrika. Skagamenn komust yfir með marki Gísla Laxdal Unnarssonar en urðu fyrir áfalli þegar Hákon Ingi Jónsson var rekinn af velli á 29. mínútu. Aðeins mínútu skoraði skoraði Óttar Bjarni Guðmundsson sjálfsmark og jafnaði fyrir FH.

Sindri Snær Magnússon meiddist illa í seinni hálfleik og bæta þurfti fimmtán mínútum við venjulegan leiktíma. Matthías Vilhjálmsson kom FH-ingum yfir á 82. mínútu og Ágúst Eðvald Hlynsson, Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic bættu svo við mörkum áður en yfir lauk.

Klippa: FH 5-1 ÍA

Þá vann Valur HK í hörkuleik á Hlíðarenda, 3-2. Almarr Ormarsson var hetja Valsmanna en hann skoraði sigurmark þeirra í uppbótartíma.

Stefan Alexander Ljubicic kom HK yfir á 35. mínútu en Patrick Pedersen jafnaði fimm mínútum síðar. Christian Köhler náði forystunni fyrir Val á 79. mínútu en Jón Arnar Barðdal jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar.

Klippa: Valur 3-2 HK

Keppni í Pepsi Max-deildinni heldur áfram á sunnudaginn. Fjórða umferðin hefst þá með tveimur leikjum.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×