Íslenski boltinn

Þór Akur­eyri rúllaði yfir Grinda­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Josip Zeba skoraði og sá rautt í liði Grindavíkur í dag.
Josip Zeba skoraði og sá rautt í liði Grindavíkur í dag. Vísir/Bára

Einn leikur fór fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Þór Akureyri vann 4-1 sigur á Grindavík.

Í fyrstu umferð tapaði Þór Ak. 4-3 fyrir Gróttu á meðan Grindavík lagði ÍBV 3-1 og því má segja að úrslit dagsins hafi komið verulega á óvart.

Eftir aðeins stundarfjórðung voru heimamenn komnir 2-0 yfir. Jakob Snær Árnason og Fannar Daði Malmquist Gíslason með mörkin. Miðvörðurinn Josip Zeba minnkaði muninn á 18. mínútu en Bjarki Þór Viðarsson kom heimamönnum í 3-1 á 22. mínútu.

Það stefndi í að staðan yrði enn 3-1 er flautað yrði til loka fyrri hálfleiks en undir lok hans skoraði Guðni Sigþórsson fjórða mark heimamanna og gerði verkefni gestanna nær ómögulegt í síðari hálfleik.

Til að gera verkið enn erfiðara þá lét Zeba reka sig af velli eftir rúmlega klukkutíma og lokatölur á Akureyri því 4-1 heimamönnum í vil.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×