Íslenski boltinn

Sölvi Snær í Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sölvi Snær leikur í grænu í sumar.
Sölvi Snær leikur í grænu í sumar. mynd/blikar.is

Sölvi Snær Guðbjargarson er genginn í raðir Breiðabliks frá Stjörnunni en Breiðablik staðfesti þetta í kvöld, undir lok félagaskiptagluggans.

Sölvi skrifar undir þriggja ára samning við Breiðablik en samningur Sölva við Stjörnuna átti að renna út í haust.

Sölvi hefur spilað 55 meistaraflokksleiki fyrir uppeldisfélagið Stjörnuna og skorað í þeim níu mörk en hann á einnig að baki sautján leiki með yngri landsliðum Íslands.

„Sölvi er einn efnilegasti leikmaður landsins og frábært að fá hann í okkar raðir. Við bindum miklar vonir við hann og trúum að hann muni styrkja liðið mikið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari við heimasíðu Blika.

Breiðablik er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina í Pepsi Max deildinni en þeir mæta Keflavík annað kvöld.

Stjarnan er einnig með eitt stig en Stjarnan mætir Víkingi annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×