Óttast að nýtt stríð brjótist út á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 12:10 Fjölbýlishús sem jafnað var við jörðu í morgun. AP/Adel Hana Embættismenn Sameinuðu þjóðanna óttast að nýtt stríð muni brjótast út á Gasa-ströndinni. Rúmlega þúsund eldflaugum hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og her Ísraels hefur gert hundruð loftárása á Gasa, sem er eitt þéttbýlasta svæði heimsins, og hafa minnst tvo fjölbýlishús verið jöfnuð við jörðu. Minnst 43 Palestínumenn hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal þrettán börn. Þá hafa sex Ísraelsmenn fallið og þar á meðal sextán ára stúlka sem dó ásamt föður sínum þegar eldflaug var skotið í bíl þeirra. Antóníó Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu, samkvæmt frétt BBC. Her Ísraels segir átökin á svæðinu ekki hafa verið jafn mikil frá stíðinu 2014. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna muni standa yfir svo lengi sem þeirra sé þörf. Loftárásir væru bara byrjunin. Her Ísraels hefur sent tvær herdeildir að Gasa og þykir það til marks um að mögulega sé verið að skipuleggja innrás á svæðið. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagði í sjónvarpsávarpi að samtökin væru tilbúin til að takast frekar á við Ísraelsmenn, ef það væri vilji þeirra. Hamas væri sömuleiðis tilbúið til að stöðva átökin. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Gasa í morgun. Her Ísraels hefur lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas. Herinn tilkynnti í morgun að nokkrir slíkir hefðu verið felldir í árásum í morgun. Búist var við að því verði svarað með frekari eldflaugaskotum frá Gasa. Eins og áður segir er Gasa-ströndin mjög þéttbýl. Þar búa um tvær milljónir manna og hefur svæðið verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Ísraelsmenn hafa jafnað minnst tvö fjölbýlishús við jörðu eftir að viðvörunarskotum var fyrst skotið að húsunum. Ísraelsmenn voru harðlega gagnrýndir fyrir sambærilegar árásir í stríðinu 2014. Þeim hefur verið lýst sem stríðsglæpum en því hafnar Ísrael. Auk þess segir AP fréttaveitan að lögreglustöð Gasa hafi verið jöfnuð við jörðu í árásum í morgun. Sömuleiðis hafi aðrar árásir beinst gegn varðstöðvum Hamas. Blaðamaður AP sá fimm látna eftir að loftárás var gerð á bíl í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður hersins, segir að Ísraelsmenn reyni sitt besta til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Minnst 43 Palestínumenn hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal þrettán börn. Þá hafa sex Ísraelsmenn fallið og þar á meðal sextán ára stúlka sem dó ásamt föður sínum þegar eldflaug var skotið í bíl þeirra. Antóníó Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu, samkvæmt frétt BBC. Her Ísraels segir átökin á svæðinu ekki hafa verið jafn mikil frá stíðinu 2014. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í morgun að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna muni standa yfir svo lengi sem þeirra sé þörf. Loftárásir væru bara byrjunin. Her Ísraels hefur sent tvær herdeildir að Gasa og þykir það til marks um að mögulega sé verið að skipuleggja innrás á svæðið. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagði í sjónvarpsávarpi að samtökin væru tilbúin til að takast frekar á við Ísraelsmenn, ef það væri vilji þeirra. Hamas væri sömuleiðis tilbúið til að stöðva átökin. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Gasa í morgun. Her Ísraels hefur lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas. Herinn tilkynnti í morgun að nokkrir slíkir hefðu verið felldir í árásum í morgun. Búist var við að því verði svarað með frekari eldflaugaskotum frá Gasa. Eins og áður segir er Gasa-ströndin mjög þéttbýl. Þar búa um tvær milljónir manna og hefur svæðið verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Ísraelsmenn hafa jafnað minnst tvö fjölbýlishús við jörðu eftir að viðvörunarskotum var fyrst skotið að húsunum. Ísraelsmenn voru harðlega gagnrýndir fyrir sambærilegar árásir í stríðinu 2014. Þeim hefur verið lýst sem stríðsglæpum en því hafnar Ísrael. Auk þess segir AP fréttaveitan að lögreglustöð Gasa hafi verið jöfnuð við jörðu í árásum í morgun. Sömuleiðis hafi aðrar árásir beinst gegn varðstöðvum Hamas. Blaðamaður AP sá fimm látna eftir að loftárás var gerð á bíl í borginni. Jonathan Conricus, talsmaður hersins, segir að Ísraelsmenn reyni sitt besta til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent