Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2021 23:02 Reykur stígur til himins frá Gasa eftir loftárásir Ísraels. AP/Hatem Moussa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu. Ísrael Palestína Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Harka Ísraelshers gagnvart Palestínu hefur færst í aukana eftir að Hamas-samtökin, sem fara með völd á Gasa, skutu loftskeytum í átt að Ísrael. Af hinum minnst 28 látnu í Palestínu eru tíu börn. Tveir Ísraelar hafa látist í loftskeytaárásum Hamas á Ísrael. Átökin sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Palestínu eru þau mestu síðan 2017. Þau má rekja til mótmæla Palestínumanna gegn þeim fyrirætlunum ísraelskra stjórnvalda að bera út palestínska íbúa hverfis í austurhluta Jerúsalem, þar sem ísraelskt landtökufólk hefur komið sér fyrir. Ísraelskir lögreglumenn handtaka Palestínumann við Damaskus-hlið gömlu borgarinnar í Jerúsalem.AP/Mahmoud Illean Miklar óeirðir hafa verið á Musterishæðinni í Jerúsalem, þar sem al-Aqsa moskuna, þriðju helgustu mosku Íslam, er að finna. Hundruð Palestínumanna eru særð eftir átök við ísraelska lögreglu við moskuna. Hér að neðan má sjá stutt myndband þar sem blokkin á Gasa sést falla. Tower collapse after strike in Gaza Also air raid sirens sounding in Sderot and Netivot pic.twitter.com/XBnGUQg5bv— ELINT News (@ELINTNews) May 11, 2021 Það sem koma skal Í kjölfar loftárásarinnar þar sem íbúðablokkin, sem einnig hýsir skrifstofur Hamas, féll hefur Hamas skotið loftskeytum í átt að ísraelsku borginni Tel Aviv. Mörg þeirra hafa verið skotin niður af loftvarnakerfi Ísraels. Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir loftárásirnar aðeins vera upphafið að því sem koma skuli. „Við höfum brugðist harkalega við hryðjuverkasamtökum og munum gera það áfram því þau réðust á Ísrael,“ sagði Gantz og vísaði þar til loftskeytaárása Hamas á Ísrael í kjölfar átakanna í Jerúsalem. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir samtökin reiðubúin til frekari átaka, kjósi Ísrael að ganga lengra í aðgerðum sínum gegn Palestínu. „Ef [Ísrael] vill auka átökin, þá erum við tilbúin fyrir það. Ef þau vilja hætta, þá erum við tilbúin il þess líka,“ sagði Haniyeh í ávarpi sem sjónvarpað var á svæðinu, og bætti við að valdajafnvægið á milli Ísraels og Palestínu væri tekið að breytast. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda bak við luktar dyr á morgun til þess að ræða átökin milli ríkjanna, að því er fram kemur hjá breska ríkisútvarpinu.
Ísrael Palestína Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira