Enski boltinn

Manchester City enskur meistari í fimmta sinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Englandsmeistarar.
Englandsmeistarar. Peter Byrne/Getty Images

Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar.

Þetta er í þriðja sinn sem Pep stýrir Man City til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en alls hefur liðið unnið úrvalsdeildina fimm sinnum. Aðeins Manchester United hefur unnið hana oftar eða 13 sinnum talsins.

Man City á þrjá leiki eftir og getur því endað með 89 stig talsins. Lengi vel leit út fyrir að liðið yrði ekki í toppbaráttunni en lærisveinar Pep voru hvergi nærri toppbaráttunni er jólin gengu í garð.

Tímabilið í ár hefur hins vegar verið skrítið og hefur kórónufaraldurinn haft mikil áhrif á íþróttalíf Englands, Evrópu og heimsins. Það fór á endanum svo að Manchester City fann taktinn og er verðskuldaður sigurvegari ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2020/2021.

Þá gæti liðið gert gott betur og einnig landað sigri í Meistaradeild Evrópu en Man City mætir Chelsea í úrslitum þann 29. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×