Íslenski boltinn

Leik Fylkis og Tindastóls frestað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fylkir mætir ekki Tindastól á morgun.
Fylkir mætir ekki Tindastól á morgun. VÍSIR/BÁRA

Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt sameiginlega ósk Fylkis og Tindastóls um að fresta leik félaganna í Pepsi Max deild kvenna sem var á dagskrá þriðjudaginn 11. maí.

Mikil smit hafa verið í Skagafirði að undanförnu og því hefur leiknum verið frestað en margir íbúar eru í sóttkví.

Eins og stendur eru um 300 manns í sóttkví á Sauðárkróki og í nærsveitum.

Liðin munu því mætast 10. júní á Wurth vellinum þess í stað og þurfa því að bíða lengur eftir næsta leik liðanna í sumar.

Fylkir tapaði 9-0 fyrir Breiðablik í fyrstu umferðinni en nýliðar Tindastóls gerðu 1-1 jafntefli við Þrótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.