Íslenski boltinn

Vestri rúllaði yfir Sel­­foss og dramatík í Mos­fells­bæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kórdrengirnir fagna marki á síðustu leiktíð.
Kórdrengirnir fagna marki á síðustu leiktíð. vísir/hulda margrét

Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram að rúlla í dag en tveimur leikjum er lokið í dag. Kórdrengir og Afturelding gerðu jafntefli en Vestri lagði Selfoss.

Vestri byrjaði heldur betur af krafti á Selfossi en Vladimir Tufegdzic kom þeim yfir úr vítaspyrnu á þriðju mínútu.

Tufegdzic var aftur á ferðinni stundarfjórðungi síðar er hann skoraði annað mark Vestra og þeir voru ekki hættir.

Daninn Nicolaj Madsen skoraði þriðja markið á 21. mínútu en það urðu lokatölur leiksins. Alvöru byrjun hjá Ísfirðingum.

Kórdrengir og Afturelding gerðu 1-1 jafntefli. Connor Simpson kom Kórdrengjum yfir á 49. mínútu en Patrekur Orri Guðjónsson jafnaði metin á síðustu sekúndum leiksins.

Skömmu áður hafði Þórir Rafn Þórisson, leikmaður Kórdrengjanna, fengið að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×