Íslenski boltinn

Glæsimarkið sem braut nýliðamúrinn, Hólmfríður sýndi að ákvörðunin var rétt og mörkin á Hlíðarenda

Sindri Sverrisson skrifar
Mary Alice Vignola lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Val í gær eftir komuna frá Þrótti í vetur.
Mary Alice Vignola lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Val í gær eftir komuna frá Þrótti í vetur. vísir/vilhelm

Nýliðar Tindastóls þurftu ekki að bíða lengi eftir sínu fyrsta marki og fyrsta stigi í efstu deild í fótbolta frá upphafi, eftir að leiktíðin í Pepsi Max-deild kvenna hófst. Liðið var hársbreidd frá sigri gegn Þrótti.

Fyrstu umferð deildarinnar lauk með þremur leikjum í gærkvöld. Mörkin úr leikjunum og viðtöl má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Klippa: Þrír leikir í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna

Hugrún Pálsdóttir skoraði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild fyrir framan stuðningsmennina í brekkunni á Sauðárkróki. Staðan var 1-0 fram í uppbótartíma þegar Katherine Cousins skoraði stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu og jafnaði metin.

Valur vann 2-1 sigur á Stjörnunni. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði fyrra mark Vals og Anna Rakel Pétursdóttir nýtti sér klaufaskap í vörn Stjörnunnar til að bæta við öðru snemma í seinni hálfleik. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn á 77. mínútu.

Selfoss vann svo 3-0 útisigur gegn nýliðum Keflavíkur. Brenna Lovera skoraði fyrstu tvö mörk Selfoss, það seinna úr víti. Hin 36 ára gamla Hólmfríður Magnúsdóttir, sem ákvað að hætta við að leggja skóna á hilluna í vetur, innsiglaði sigurinn.

Tveir leikir voru á dagskrá í fyrrakvöld og má sjá mörkin úr þeim leikjum í greininni hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.