Merk tímamót á Króknum: „Höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 11:01 Óskar Smári Haraldsson og Guðni Þór Einarsson eru þjálfarar Tindastóls. Þeir voru í borginni í gær á árlegum kynningarfundi vegna upphafs Pepsi Max-deildarinnar. vísir/Sigurjón Á morgun rennur upp merkur dagur í íþróttasögu Skagafjarðar þegar Tindastóll spilar sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta. Tindastólskonur eiga hins vegar erfitt sumar fyrir höndum og er spáð botnsætinu í Pepsi Max-deildinni. Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni. Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Þrótti R. og verður fyrsta spyrnan á Sauðárkróksvelli tekin kl. 18. Guðni Þór Einarsson, annar tveggja þjálfara Tindastóls, tekur undir að vissulega sé mikill fiðringur í Skagfirðingum: „Stemningin á Króknum er mjög góð. Við hlökkum mikið til að taka þátt og spila við bestu lið landsins,“ segir Guðni en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Guðni þjálfari Tindastóls sem spáð er botnsætinu „Það er mikill fílingur í okkur og okkar stuðningsmönnum, og við öll klár í verkefnið. Við erum náttúrulega algjörlega pressulaus, eina pressan er frá okkur sjálfum, en við vitum hvað við getum og hlökkum til að glíma við þessi lið,“ segir Guðni. Sauðkrækingar eru undir enn minni pressu eftir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar: „Síðan ég byrjaði fyrir tæpum fjórum árum síðan þá hefur okkur alltaf verið spáð misjöfnu gengi. Við höfum hingað til alltaf náð að afsanna spár og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera það aftur,“ segir Guðni. Ofboðslega ánægð með okkar stelpur Það vekur athygli hve litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls í vetur og ljóst að Guðni og hans fólk ætlar að treysta á þá leikmenn sem komu liðinu í efstu deild. En ætlar félagið að fá frekari liðsstyrk? „Við höldum því alveg opnu. En við erum búin að vera ofboðslega ánægð með okkar stelpur núna í vetur. Við höfum spilað við þessi lið eins og Blika, Þór/KA og Stjörnuna, og erum mjög ánægð með hópinn. Við lokum samt engum dyrum ef að góðir leikmenn bjóðast.“ Jón Stefán Jónsson hætti í vetur eftir að hafa þjálfað Tindastól með Guðna og tók Óskar Smári Haraldsson við af Jóni: „Auðvitað er eftirsjá af Jónsa, góðum vini mínum. Hann tók að sér starf á Akureyri. En ég er mjög ánægður með að fá Óskar Smára með í teymið. Hann er búinn að þjálfa hjá Stjörnunni síðustu ár og þetta lítur vel út hjá okkur,“ segir Guðni.
Tindastóll Pepsi Max-deild kvenna Skagafjörður Tengdar fréttir „Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00 „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
„Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. 3. maí 2021 17:00
„Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31
Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32