„Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2021 17:00 Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að búast megi við fleiri liðum en Breiðabliki og Val í toppbaráttunni í sumar. vísir/Sigurjón Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Vilhjálmur er nú tekinn við sem þjálfari Breiðabliks, eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari, og þarf að móta lið án Karólínu, Sveindísar Jane Jónsdóttur og fleiri lykilleikmanna sem horfnar eru á brott. Vilhjálmur ætti hæglega að geta notað dóttur sína sem dæmi um það hve stór stökk leikmenn geta tekið með nægilega góðri frammistöðu í Blikabúningnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einbeitt á svip í leik í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.vísir/vilhelm „Auðvitað eru þetta skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni,“ sagði Vilhjálmur, en minnti jafnframt á að Karólína þyrfti að vera þolinmóð. Hún þurfti til að mynda að sitja á varamannabekknum í undanúrslitaleikjunum við Chelsea í Meistaradeildinni: „Þetta er hörð barátta eins og við höfum fengið að kynnast. Stelpan hefur ekki spilað margar mínútur, þó að hún hafi fengið að taka þátt í nokkrum leikjum. En hún er á ákveðinni vegferð með sínu liði og það er kannski verið að horfa meira til næsta tímabils fyrir hana. Vonandi kemur hún bara sterkari inn þá og spilar meira,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks sem spáð er 2. sæti Fylkir klárlega með lið í toppbaráttu Vilhjálmur er mættur í brúna hjá Breiðabliki til að hjálpa liðinu að verja Íslandsmeistaratitilinn. Samkvæmt árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni endar Breiðablik hins vegar í 2. sæti en mjótt var á mununum á milli Breiðabliks og Vals í spánni. Bítast þessi tvö lið aftur um titilinn? „Ég á frekar von á því að þetta verði fjögur lið sem verða í baráttunni. Það kæmi mér ekkert á óvart að þetta yrði aðeins jafnara en í fyrra,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik hefur titilvörn sína á stórleik gegn Fylki annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4: „Fylkir er klárlega lið sem verður í þessari baráttu, búinn að bæta við sig sterkum stelpum, og svo eru fleiri lið þarna eins og Selfoss, Þór/KA, og svo held ég að Þróttur komi mörgum á óvart,“ sagði Vilhjálmur. Þó að lykilmenn hafi horfið á brott eru Blikar ekki á flæðiskeri staddir: „Það eru mikið minni breytingar en menn halda. Það fóru vissulega margir leikmenn út en við áttum marga leikmenn sem voru í „kælinum“ ef svo má segja – í meiðslum eða fæðingarorlofi. Það gerir það að verkum að heildarsvipur hópsins er sá sami, þó að margar hafi farið út og nokkrar nýjar komið inn,“ sagði Vilhjálmur. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Vilhjálmur er nú tekinn við sem þjálfari Breiðabliks, eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari, og þarf að móta lið án Karólínu, Sveindísar Jane Jónsdóttur og fleiri lykilleikmanna sem horfnar eru á brott. Vilhjálmur ætti hæglega að geta notað dóttur sína sem dæmi um það hve stór stökk leikmenn geta tekið með nægilega góðri frammistöðu í Blikabúningnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einbeitt á svip í leik í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.vísir/vilhelm „Auðvitað eru þetta skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni,“ sagði Vilhjálmur, en minnti jafnframt á að Karólína þyrfti að vera þolinmóð. Hún þurfti til að mynda að sitja á varamannabekknum í undanúrslitaleikjunum við Chelsea í Meistaradeildinni: „Þetta er hörð barátta eins og við höfum fengið að kynnast. Stelpan hefur ekki spilað margar mínútur, þó að hún hafi fengið að taka þátt í nokkrum leikjum. En hún er á ákveðinni vegferð með sínu liði og það er kannski verið að horfa meira til næsta tímabils fyrir hana. Vonandi kemur hún bara sterkari inn þá og spilar meira,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks sem spáð er 2. sæti Fylkir klárlega með lið í toppbaráttu Vilhjálmur er mættur í brúna hjá Breiðabliki til að hjálpa liðinu að verja Íslandsmeistaratitilinn. Samkvæmt árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni endar Breiðablik hins vegar í 2. sæti en mjótt var á mununum á milli Breiðabliks og Vals í spánni. Bítast þessi tvö lið aftur um titilinn? „Ég á frekar von á því að þetta verði fjögur lið sem verða í baráttunni. Það kæmi mér ekkert á óvart að þetta yrði aðeins jafnara en í fyrra,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik hefur titilvörn sína á stórleik gegn Fylki annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4: „Fylkir er klárlega lið sem verður í þessari baráttu, búinn að bæta við sig sterkum stelpum, og svo eru fleiri lið þarna eins og Selfoss, Þór/KA, og svo held ég að Þróttur komi mörgum á óvart,“ sagði Vilhjálmur. Þó að lykilmenn hafi horfið á brott eru Blikar ekki á flæðiskeri staddir: „Það eru mikið minni breytingar en menn halda. Það fóru vissulega margir leikmenn út en við áttum marga leikmenn sem voru í „kælinum“ ef svo má segja – í meiðslum eða fæðingarorlofi. Það gerir það að verkum að heildarsvipur hópsins er sá sami, þó að margar hafi farið út og nokkrar nýjar komið inn,“ sagði Vilhjálmur.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
„Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31
Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn