„Skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2021 17:00 Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, segir að búast megi við fleiri liðum en Breiðabliki og Val í toppbaráttunni í sumar. vísir/Sigurjón Fyrir ári síðan fylgdist Vilhjálmur Kári Haraldsson með Karólínu Leu dóttur sinni taka fyrstu skref í átt að sínum öðrum Íslandsmeistaratitli, með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni. Í vor lék hún með Bayern München sem komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Vilhjálmur er nú tekinn við sem þjálfari Breiðabliks, eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari, og þarf að móta lið án Karólínu, Sveindísar Jane Jónsdóttur og fleiri lykilleikmanna sem horfnar eru á brott. Vilhjálmur ætti hæglega að geta notað dóttur sína sem dæmi um það hve stór stökk leikmenn geta tekið með nægilega góðri frammistöðu í Blikabúningnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einbeitt á svip í leik í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.vísir/vilhelm „Auðvitað eru þetta skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni,“ sagði Vilhjálmur, en minnti jafnframt á að Karólína þyrfti að vera þolinmóð. Hún þurfti til að mynda að sitja á varamannabekknum í undanúrslitaleikjunum við Chelsea í Meistaradeildinni: „Þetta er hörð barátta eins og við höfum fengið að kynnast. Stelpan hefur ekki spilað margar mínútur, þó að hún hafi fengið að taka þátt í nokkrum leikjum. En hún er á ákveðinni vegferð með sínu liði og það er kannski verið að horfa meira til næsta tímabils fyrir hana. Vonandi kemur hún bara sterkari inn þá og spilar meira,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks sem spáð er 2. sæti Fylkir klárlega með lið í toppbaráttu Vilhjálmur er mættur í brúna hjá Breiðabliki til að hjálpa liðinu að verja Íslandsmeistaratitilinn. Samkvæmt árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni endar Breiðablik hins vegar í 2. sæti en mjótt var á mununum á milli Breiðabliks og Vals í spánni. Bítast þessi tvö lið aftur um titilinn? „Ég á frekar von á því að þetta verði fjögur lið sem verða í baráttunni. Það kæmi mér ekkert á óvart að þetta yrði aðeins jafnara en í fyrra,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik hefur titilvörn sína á stórleik gegn Fylki annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4: „Fylkir er klárlega lið sem verður í þessari baráttu, búinn að bæta við sig sterkum stelpum, og svo eru fleiri lið þarna eins og Selfoss, Þór/KA, og svo held ég að Þróttur komi mörgum á óvart,“ sagði Vilhjálmur. Þó að lykilmenn hafi horfið á brott eru Blikar ekki á flæðiskeri staddir: „Það eru mikið minni breytingar en menn halda. Það fóru vissulega margir leikmenn út en við áttum marga leikmenn sem voru í „kælinum“ ef svo má segja – í meiðslum eða fæðingarorlofi. Það gerir það að verkum að heildarsvipur hópsins er sá sami, þó að margar hafi farið út og nokkrar nýjar komið inn,“ sagði Vilhjálmur. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Vilhjálmur er nú tekinn við sem þjálfari Breiðabliks, eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari, og þarf að móta lið án Karólínu, Sveindísar Jane Jónsdóttur og fleiri lykilleikmanna sem horfnar eru á brott. Vilhjálmur ætti hæglega að geta notað dóttur sína sem dæmi um það hve stór stökk leikmenn geta tekið með nægilega góðri frammistöðu í Blikabúningnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einbeitt á svip í leik í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.vísir/vilhelm „Auðvitað eru þetta skilaboð til leikmanna um að það er ekki langt frá Pepsi Max-deildinni í hæstu hæðir í Meistaradeildinni,“ sagði Vilhjálmur, en minnti jafnframt á að Karólína þyrfti að vera þolinmóð. Hún þurfti til að mynda að sitja á varamannabekknum í undanúrslitaleikjunum við Chelsea í Meistaradeildinni: „Þetta er hörð barátta eins og við höfum fengið að kynnast. Stelpan hefur ekki spilað margar mínútur, þó að hún hafi fengið að taka þátt í nokkrum leikjum. En hún er á ákveðinni vegferð með sínu liði og það er kannski verið að horfa meira til næsta tímabils fyrir hana. Vonandi kemur hún bara sterkari inn þá og spilar meira,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks sem spáð er 2. sæti Fylkir klárlega með lið í toppbaráttu Vilhjálmur er mættur í brúna hjá Breiðabliki til að hjálpa liðinu að verja Íslandsmeistaratitilinn. Samkvæmt árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni endar Breiðablik hins vegar í 2. sæti en mjótt var á mununum á milli Breiðabliks og Vals í spánni. Bítast þessi tvö lið aftur um titilinn? „Ég á frekar von á því að þetta verði fjögur lið sem verða í baráttunni. Það kæmi mér ekkert á óvart að þetta yrði aðeins jafnara en í fyrra,“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik hefur titilvörn sína á stórleik gegn Fylki annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4: „Fylkir er klárlega lið sem verður í þessari baráttu, búinn að bæta við sig sterkum stelpum, og svo eru fleiri lið þarna eins og Selfoss, Þór/KA, og svo held ég að Þróttur komi mörgum á óvart,“ sagði Vilhjálmur. Þó að lykilmenn hafi horfið á brott eru Blikar ekki á flæðiskeri staddir: „Það eru mikið minni breytingar en menn halda. Það fóru vissulega margir leikmenn út en við áttum marga leikmenn sem voru í „kælinum“ ef svo má segja – í meiðslum eða fæðingarorlofi. Það gerir það að verkum að heildarsvipur hópsins er sá sami, þó að margar hafi farið út og nokkrar nýjar komið inn,“ sagði Vilhjálmur.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir „Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31 Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Ekki svona einfalt fyrir Val og Breiðablik í ár“ „Það er fínt að vita að einhverjir hafi álit á okkur,“ sagði Pétur Pétursson sposkur eftir að Val var spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna í ár. 3. maí 2021 14:31
Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni. 3. maí 2021 12:32
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti