Íslenski boltinn

Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum

Sindri Sverrisson skrifar
Valskonn Elín Metta Jensen og Blikinn Agla María Albertsdóttir í baráttu í leik Breiðabliks og Vals í fyrrasumar.
Valskonn Elín Metta Jensen og Blikinn Agla María Albertsdóttir í baráttu í leik Breiðabliks og Vals í fyrrasumar. Vísir/Daníel Þór

Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni.

Það eru forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem að eiga atkvæðisrétt í spánni sem kynnt var á fundi í höfuðstöðvum KSÍ nú í hádeginu. Upptöku frá því að spáin var kynnt má sjá hér að neðan.

Klippa: Spáin í Pepsi Max-deild kvenna

Breiðablik á titil að verja sem Íslandsmeistari en hefur misst magnaða leikmenn úr sínum hópi auk þess sem þjálfari liðsins tók við landsliðinu.

Valsliðið fékk aðeins sex stigum meira en Breiðablik í spánni og það má því búast við harðri baráttu á milli Vals og Breiðabliks eins og síðustu tímabil.

Keflavík og Tindastóll eru nýliðar í deildinni og er um frumraun Sauðkrækinga að ræða í efstu deild. Keflavík fékk mun fleiri stig en Tindastóll og var bara sjö stigum á eftir ÍBV sem rétt sleppur við fall samkvæmt spánni.

Pepsi Max deild kvenna hefst annað kvöld með tveimur leikjum en klárast svo með þremur leikjum á miðvikudaginn.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Pepsi Max deild kvenna 2021:

  • 1. Valur 182 stig
  • 2. Breiðablik 176 stig
  • 3. Fylkir 141 stig
  • 4. Selfoss 107 stig
  • 5. Stjarnan 103 stig
  • 6. Þór/KA 94 stig
  • 7. Þróttur 79 stig
  • 8. ÍBV 70 stig
  • 9. Keflavík 63 stig
  • 10. Tindastóll 49 stigFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.