Kínverjar framleiða bóluefni fyrir Rússland Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 13:29 Rússar hafa ekki undan í framleiðslu bóluefnisins Sputnik V. AP/Pavel Golovkin Rússland hefur gert samninga við þrjá kínverska lyfjaframleiðendur um framleiðslu á bóluefninu Sputnik V en framleiðendur í Rússlandi hafa ekki í við eftirspurn eftir efninu. Samningar hafa verið gerðir við kínversk fyrirtæki um framleiðslu á 260 milljón skömmtum af bóluefninu. Með samningunum munu Rússar geta dreift bóluefninu á mun meiri hraða til ríkja í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Afríku sem hafa þegar tryggt sér skammta af bóluefninu. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa að mestu einbeitt sér að því að tryggja bóluefnadreifingu innan sinna ríkja og er því mikil eftirspurn eftir Covid-19 bóluefnum í ríkjum sem framleiða ekki eigin bóluefni. Áhyggjur um virkni Sputnik V bóluefnisins hafa minnkað töluvert eftir að læknatímaritið The Lancet greindi frá því að niðurstöður víðtækra rannsókna gæfu til kynna að bóluefnið veitti vörn í 91 prósentum tilvika. Undanfarið hafa áhyggjur hins vegar verið uppi um dreifingu bóluefnisins en Rússar hafa gert samninga við fjölda ríkja víða um heim um kaup á hundruð milljónum bóluefnaskammta. Hins vegar hefur aðeins brot af því verið afhent þeim ríkjum og því mikil þörf á hraðari framleiðslu efnisins. Þá hefur Rússland gert samninga við lyfjaframleiðendur í ýmsum ríkjum, þar á meðal á Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Serbíu, Tyrklandi, Ítalíu og fleirum um framleiðslu Sputnik V. Svo virðist þó vera sem framleiðendur utan Rússlands hafi ekki hafið framleiðslu af alvöru, nema í Hvíta-Rússlandi og Kasakstan. Breska tölfræðistofan Airfinity hefur áætlað að Rússland hafi gert samninga um sölu á um 630 milljón skömmtum af Sputnik V við meira en 100 ríki en aðeins 11,5 milljón skammtar hafa verið afhentir hingað til. Rússland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55 Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. 27. mars 2021 20:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Með samningunum munu Rússar geta dreift bóluefninu á mun meiri hraða til ríkja í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum og Afríku sem hafa þegar tryggt sér skammta af bóluefninu. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa að mestu einbeitt sér að því að tryggja bóluefnadreifingu innan sinna ríkja og er því mikil eftirspurn eftir Covid-19 bóluefnum í ríkjum sem framleiða ekki eigin bóluefni. Áhyggjur um virkni Sputnik V bóluefnisins hafa minnkað töluvert eftir að læknatímaritið The Lancet greindi frá því að niðurstöður víðtækra rannsókna gæfu til kynna að bóluefnið veitti vörn í 91 prósentum tilvika. Undanfarið hafa áhyggjur hins vegar verið uppi um dreifingu bóluefnisins en Rússar hafa gert samninga við fjölda ríkja víða um heim um kaup á hundruð milljónum bóluefnaskammta. Hins vegar hefur aðeins brot af því verið afhent þeim ríkjum og því mikil þörf á hraðari framleiðslu efnisins. Þá hefur Rússland gert samninga við lyfjaframleiðendur í ýmsum ríkjum, þar á meðal á Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Serbíu, Tyrklandi, Ítalíu og fleirum um framleiðslu Sputnik V. Svo virðist þó vera sem framleiðendur utan Rússlands hafi ekki hafið framleiðslu af alvöru, nema í Hvíta-Rússlandi og Kasakstan. Breska tölfræðistofan Airfinity hefur áætlað að Rússland hafi gert samninga um sölu á um 630 milljón skömmtum af Sputnik V við meira en 100 ríki en aðeins 11,5 milljón skammtar hafa verið afhentir hingað til.
Rússland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17 Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55 Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. 27. mars 2021 20:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. 29. apríl 2021 23:17
Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55
Streymdu til Serbíu í ókeypis bólusetningu Þúsundir streymdu frá Bosníu og Hersegóvínu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu yfir landamærin til nágranna sinna í Serbíu í dag þar sem yfirvöld bjóða upp á ókeypis bólusetningu yfir helgina. 27. mars 2021 20:00