West Ham vann góðan 2-1 útisigur á Burnley er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Það voru heimamenn í Burnley sem komust yfir er Chris Wood skoraði úr vítaspyrnu á nítjándu mínútu.
Tveimur mínútum síðar hafði Michail Antonio jafnað metin og á 29. mínútu var Antonio búinn að koma þeim í 2-1.
From being 1-0 down, West Ham are 2-1 up at half-time against Burnley.
— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2021
All thanks to a Michail Antonio double. #HateWontWin
Antonio hefur verið heitur á tímabilinu en hann reyndist hetjan í leiknum því fleiri uru mörkin ekki.
West Ham er í fimmta sætinu með 58 stig, þremur stigum frá Chelsea í fjórða sætinu, en Burnley er í 16. sætinu.
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Burnley eftir að hafa byrjað á bekknum.