Íslenski boltinn

Ekki færri mörk í fyrstu umferð í 21 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu 2 af 7 mörkum fyrstu umferðar Pepsi Max deildar karla eða 29 prósent markanna í fyrstu umferðinni.
Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu 2 af 7 mörkum fyrstu umferðar Pepsi Max deildar karla eða 29 prósent markanna í fyrstu umferðinni. Vísir/Vilhelm

Markaleysið um helgina var sögulegt og gamla metið kolféll. 67 prósent liða deildarinnar skoruðu ekki í fyrsta leik.

Það voru aðeins skoruð sjö mörk í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta um helgina sem er nýtt met í tólf liða deild og það minnsta í fyrstu umferð í meira en tvo áratugi.

Það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 2000 til að finna jafnfá mörk í fyrstu umferð efstu deildar karla í knattspyrnu.

Það komust aðeins fjögur af tólf liðum deildarinnar á blað þar af skoruðu FH, KR og Valur 86 prósent markanna eða tvö mörk hvert lið.

Það voru meðal annars tvö markalaus jafntefli í umferðinni en það höfðu bara verið tvö markalaus jafntefli samtals í fyrstu umferð á fyrstu þrettán tímabilunum í tólf liða deild.

Síðan fjölgað var í tólf lið árið 2008 hafa verið sex leikir í fyrstu umferðinni. Fæst mörk í fyrstu umferðinni síðan þá voru fjórtán mörk 2009 og 2012. Það er tvöfalt fleiri mörk en í þessari fyrstu umferð í ár.

Metið í nútímafótbolta (frá 1977) eru sex mörk sem voru skoruðu í fimm leikjum í fyrstu umferðunum árin 1984 og 1989.

Fæst mörk í fyrstu umferð í tólf liða deild (2008-2021):

 • 7 mörk - 2021
 • 14 mörk - 2009
 • 14 mörk - 2012
 • 15 mörk - 2014
 • 15 mörk - 2015
 • 15 mörk - 2016
 • 18 mörk - 2013
 • 18 mörk - 2018
 • 18 mörk - 2020
 • -

Fæst mörk í fyrstu umferð í nútíma fótbolta (1977-2021):

 • 6 mörk - 1989
 • 6 mörk - 1984
 • 7 mörk - 2021
 • 7 mörk - 1994
 • 7 mörk - 2000
 • 8 mörk - 1997
 • 10 mörk - 1980
 • 11 mörk - 2007
 • 11 mörk - 1990
 • 11 mörk - 2004
 • 11 mörk - 1981
 • 11 mörk - 1988Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.